Sjáðu Nissan GT-R fljúga útaf í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2015 15:56 Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast. Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent
Í klifurkeppninni í Pikes Peak í Colorado verða ávallt einhverjir útafakstrar, misbanvænir þó, en klifið er upp snarbratt fjall og víða þurfa menn ekki að kemba hærurnar ef þeir fara útaf. Ökumaður þessa aflmikla Nissan GT-R bíls var þó heppinn að þetta gerðist á þessum stað brautarinnar. Ökumaður bílsins var Randy Pobst sem er atvinnukappakstursmaður og þykir afar hæfur bílstjóri. Hann réð þó ekki við þessa beygju enda á dágóðum hraða þegar hann kemur inní hana. Pobst sagðist hafa mislesið beygjuna og að hún hafi verið sleipari en hann átti von á. Pobst varð ekki fyrir neinum meiðslum við þennan útafakstur, þótt furðuslegt megi virðast.
Bílar video Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent