Körfubolti

Clippers stórhuga fyrir komandi tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Josh Smith lék með Houston seinni hluta síðasta tímabils.
Josh Smith lék með Houston seinni hluta síðasta tímabils. vísir/getty
Los Angeles Clippers heldur áfram að bæta við sig mannskap en í gær samdi framherjinn Josh Smith við félagið.

Smith var frjáls ferða sinna eftir að hafa leikið með Houston Rockets seinni hluta síðasta tímabils. Hann gerði 12,0 stig, tók 6,0 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik með Houston sem tapaði fyrir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar í vor.

Smith var valinn númer 17 í nýliðavalinu 2004 af Atlanta Hawks. Framherjinn lék í níu tímabil með Atlanta áður en hann gekk til liðs við Detroit sumarið 2013.

Smith er með 15,1 stig, 7,7 fráköst, 3,2 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í leik á ferlinum. Hann var annar í kjörinu á varnarmanni ársins í NBA 2011.

Clippers hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar. Liðið fékk Lance Stephenson í skiptum fyrir Matt Barnes og Spencer Hawes. Wesley Johnson, Paul Pierce, Cole Aldrich og Smith bættust einnig í hópinn og þá sömdu Austin Rivers og DeAndre Jordan aftur við Clippers.

Clippers komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Houston.

NBA

Tengdar fréttir

Paul Pierce og Doc Rivers sameinaðir á ný

Paul Pierce er ekkert að fara að leggja skóna sína upp á hillu á næstunni því þessi 37 ára gamli körfuboltamaður er búinn að gera þriggja ára samning við Los Angeles Clippers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×