Heimagert majónes sigga dögg skrifar 14. júlí 2015 15:00 Heimagert majónes af vefsíðunni vinotek.is Vísir/Skjáskot Ef leitast er eftir því að minnka sykurinn þá er þjóðráð að kíkja á innihaldslýsingar keyptra sósa úr búðum, oftar en ekki er sykur þriðja eða fjórða hráefnið í slíkum vörum. Dæmi um slíkt er majónes. Nú eru margir á farandsfæti um landið og eflaust eitt salat eða sósa með í för sem inniheldur majónes. Það að ferðast um landið þarf ekki að þýða óhollusta þó löngun í kremað salat gerir vart við sig. Það er leikur einn að hræra saman heimagert majónes, án alls sykurs og annarra sætuefni. Hér er uppskrift að heimagerðu majónesi fengin frá vefsíðunni Vinotek. Innihald: 3 egg 2 vænar msk Dijon-sinnep - má sleppa, það er hunang í dijon sinnepi 6 dl matarolía safi úr hálfri sítrónu (ca 0,5 dl) salt og pipar Aðferð Setjið egg og sinnep í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið olíunni smám saman út í og látið vélina þeyta allan tímann. Blandan fer að þykkna mjög hratt. Bætið sítrónusafanum út í. Bragðið til með salti og pipar. Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Ef leitast er eftir því að minnka sykurinn þá er þjóðráð að kíkja á innihaldslýsingar keyptra sósa úr búðum, oftar en ekki er sykur þriðja eða fjórða hráefnið í slíkum vörum. Dæmi um slíkt er majónes. Nú eru margir á farandsfæti um landið og eflaust eitt salat eða sósa með í för sem inniheldur majónes. Það að ferðast um landið þarf ekki að þýða óhollusta þó löngun í kremað salat gerir vart við sig. Það er leikur einn að hræra saman heimagert majónes, án alls sykurs og annarra sætuefni. Hér er uppskrift að heimagerðu majónesi fengin frá vefsíðunni Vinotek. Innihald: 3 egg 2 vænar msk Dijon-sinnep - má sleppa, það er hunang í dijon sinnepi 6 dl matarolía safi úr hálfri sítrónu (ca 0,5 dl) salt og pipar Aðferð Setjið egg og sinnep í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Hellið olíunni smám saman út í og látið vélina þeyta allan tímann. Blandan fer að þykkna mjög hratt. Bætið sítrónusafanum út í. Bragðið til með salti og pipar.
Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið