"Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:02 Gísli Ólafsson sinnti hjálparstarfi í Nepal og sagði sögu sína á TEDxReykjavík viðburðinum í lok maí. Vísir/Roman Gerasymenko Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“ Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“
Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31
„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29