Hlíðarvatn í Selvogi að gefa góða veiði Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2015 00:01 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Hlíðarvatn í Selvogi hefur verið að gefa ágæta veiði síðustu daga og þaðan hafa margir farið sáttir eftir góða veiði. Það voru sumir dagarnir heldur rólegir í vatninu framan af sumri en þegar loksins hlýnaði fóru fleiri og fleiri veiðimenn að gera góða veiði í vatninu. Bleikjan hefur oft verið í miklu tökustuði en auðvitað er aðdragandinn að því að finna fluguna sem hún er að taka oft nokkuð langur. Nokkrar flugur sem hafa verið að gefa vel í vatninu í sumar eru t.d. Krókurinn, Peacock, Killer, Pheasant Tail, Héraeyra og Taylor. Þessar flugur eiga það sameiginlegt að vera þær sem eru heilt yfir mest notaðar almennt í vatnaveiði á landinu. Það er þó ein fluga sem er að verða mjög vinsæl og er fyrir stuttu orðin hálfgerð tískufluga hjá mörgum veiðimönnum sem hafa veitt vel á hana, t.d. í Hlíðarvatni. Flugan er Langskeggur og þrátt fyrir leit fannst ekki mynd af henni en hún á að vera til í flestum veiðibúðum. Flugan gaf til að mynda einum reyndum veiðimanni 26 bleikjur í Hlíðarvatni fyrir skömmu og þá var búið að renna í gegnum hálft boxið áður en hún var sett undir. Hlíðarvatn er geysilega skemmtilegur veiðistaður en um leið krefjandi. Það sem dregur veiðimenn að vatninu aftur og aftur er sú staðreynd að þegar góðum tökum er náð á taktinum í vatninu verðlaunar vatnið það ríkulega til baka. Mest lesið Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði
Hlíðarvatn í Selvogi hefur verið að gefa ágæta veiði síðustu daga og þaðan hafa margir farið sáttir eftir góða veiði. Það voru sumir dagarnir heldur rólegir í vatninu framan af sumri en þegar loksins hlýnaði fóru fleiri og fleiri veiðimenn að gera góða veiði í vatninu. Bleikjan hefur oft verið í miklu tökustuði en auðvitað er aðdragandinn að því að finna fluguna sem hún er að taka oft nokkuð langur. Nokkrar flugur sem hafa verið að gefa vel í vatninu í sumar eru t.d. Krókurinn, Peacock, Killer, Pheasant Tail, Héraeyra og Taylor. Þessar flugur eiga það sameiginlegt að vera þær sem eru heilt yfir mest notaðar almennt í vatnaveiði á landinu. Það er þó ein fluga sem er að verða mjög vinsæl og er fyrir stuttu orðin hálfgerð tískufluga hjá mörgum veiðimönnum sem hafa veitt vel á hana, t.d. í Hlíðarvatni. Flugan er Langskeggur og þrátt fyrir leit fannst ekki mynd af henni en hún á að vera til í flestum veiðibúðum. Flugan gaf til að mynda einum reyndum veiðimanni 26 bleikjur í Hlíðarvatni fyrir skömmu og þá var búið að renna í gegnum hálft boxið áður en hún var sett undir. Hlíðarvatn er geysilega skemmtilegur veiðistaður en um leið krefjandi. Það sem dregur veiðimenn að vatninu aftur og aftur er sú staðreynd að þegar góðum tökum er náð á taktinum í vatninu verðlaunar vatnið það ríkulega til baka.
Mest lesið Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði