Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:04 Emmsjé Gauti er einn af þeim sem leggur orð í belg í myndböndunum. Vísir Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30