Körfubolti

Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Becky Hammon hefur farið heldur betur af stað sem þjálfari í NBA-deildinni.
Becky Hammon hefur farið heldur betur af stað sem þjálfari í NBA-deildinni. Vísir/Getty
Becky Hammon heldur áfram að endurskrifa sögubækur NBA-deildarinnar en ekki aðeins varð hún fyrsta konan til að stjórna liði í sumardeildinni heldur stýrði hún liði sínu, San Antonio Spurs, til sigurs í sumardeildinni.

Becky braut blað í sögu NBA-deildarinnar á dögunum er hún varð fyrsta konan sem var aðalþjálfari í sumardeild NBA-deildarinnar. Hefur hún sinnt starfi aðstoðarþjálfara Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs undanfarið ár, fyrst kvenna til að fá fastráðningu í einum af fjóru stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum.

Um er að ræða mót sem gefur liðum betri möguleika að skoða nýjustu leikmenn liðanna og voru því stjörnur liðsins, Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, Tony Parker né Manu Ginobili ekki með liðinu.

Sjálf lék hún körfubolta í þrettán ár víðsvegar um heiminn, meðal annars með San Antonio Stars og New York Liberty í WNBA deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá stutt viðtal við Becky ásamt því helsta úr sumardeild NBA.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×