Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 16:00 Sigurður með vænan lax úr Klakhúsahyl í Eystri Rangá Eystri Rangá hefur líklega sjaldan eða aldrei farið jafn seint af stað og á þessu sumri en það er loksins kominn gangur í veiðina. Áin hefur einhverra hluta vegna verið óvenju sein í gang en venjulega er hún komin á mjög gott ról strax um miðjan júlí. Veiðimenn sem hafa verið við ánna hafa ekki verið mikið að kvarta enda þeir laxar sem hafa veiðst verið vænir að venju í ánni en núna er loksins farið að bóla á smálaxagöngum sem hafa til þessa verið heldur litlar. Áin fór yfir 1000 laxa í fyrradag og stóð þá í 1065 löxum. Svæði 2 hefur verið að gefa langbest sem segir líka aðeins um stöðuna í ánni en þeir sem veiða hana mikið segja hana vera í svipuðum gír eins og um miðjan júlí væri að ræða. Gott dæmi um þessa aukningu á veiðinni er 7. ágúst síðastliðinn en þá veiddust 88 laxar í ánni. Þetta veit líklega á gott fyrir restina af veiðitímanum því áinn fær alltaf sterkar göngur í ágúst og getur oft fyllst af laxi á fáum dögum. Það má þess vegna reikna með að næstu vikutölur úr henni taki verulegt stökk upp á við og svo er auðvitað besti tíminn framundan. Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði
Eystri Rangá hefur líklega sjaldan eða aldrei farið jafn seint af stað og á þessu sumri en það er loksins kominn gangur í veiðina. Áin hefur einhverra hluta vegna verið óvenju sein í gang en venjulega er hún komin á mjög gott ról strax um miðjan júlí. Veiðimenn sem hafa verið við ánna hafa ekki verið mikið að kvarta enda þeir laxar sem hafa veiðst verið vænir að venju í ánni en núna er loksins farið að bóla á smálaxagöngum sem hafa til þessa verið heldur litlar. Áin fór yfir 1000 laxa í fyrradag og stóð þá í 1065 löxum. Svæði 2 hefur verið að gefa langbest sem segir líka aðeins um stöðuna í ánni en þeir sem veiða hana mikið segja hana vera í svipuðum gír eins og um miðjan júlí væri að ræða. Gott dæmi um þessa aukningu á veiðinni er 7. ágúst síðastliðinn en þá veiddust 88 laxar í ánni. Þetta veit líklega á gott fyrir restina af veiðitímanum því áinn fær alltaf sterkar göngur í ágúst og getur oft fyllst af laxi á fáum dögum. Það má þess vegna reikna með að næstu vikutölur úr henni taki verulegt stökk upp á við og svo er auðvitað besti tíminn framundan.
Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði