Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2015 10:49 Veiðin í Blöndu hefur verið ótrúleg í allt sumar og það virðist ekkert vera að hægja á henni. Það bárust að venju nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga í gær og eins og má sjá á þeim lista, sem má finna hér, er Blanda efst með 2997 laxa sem er lokatalan í gærkvöldi. Veiðin hefur verið góð á öllum svæðum en síst á svæði II sem er aðallega vegna slakrar ástundunar en ekki fiskleysis. Þetta er metsumar í Blöndu en mest var veiðin áður árið 1975 samtals 2363 laxar svo það met hefur verið slegið allrækilega og áin á ennþá mikið inni. Ólíklegt er að hún fari í yfirfall í ágúst svo þessi tala á enn eftir að hækka en hversu mikið er erfitt að segja til um. Hver skýringin er svo á þessari miklu laxgengd í ánna í sumar er erfitt að segja til um en áin er gífurlega há í framleiðni á seiðum og greinilegt að hrygning tekst vel í ánni sem og virðist fæðuframboð fyrir seiðin vera mjuög gott. Afföll eru talin vera frekar lág þar sem seiðin fá mikið skjól í Jökulvatninu á meðan þau dvelja í ánni þar til þau ná göngustærð og þegar komið er til sjávar virðast fæðustöðvar þeirra taka vel á móti þeim því laxinn er vel haldinn. Það verður spennandi að sjá lokatöluna úr Blöndu eftir þetta frábæra tímabil. Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Veiðin í Blöndu hefur verið ótrúleg í allt sumar og það virðist ekkert vera að hægja á henni. Það bárust að venju nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga í gær og eins og má sjá á þeim lista, sem má finna hér, er Blanda efst með 2997 laxa sem er lokatalan í gærkvöldi. Veiðin hefur verið góð á öllum svæðum en síst á svæði II sem er aðallega vegna slakrar ástundunar en ekki fiskleysis. Þetta er metsumar í Blöndu en mest var veiðin áður árið 1975 samtals 2363 laxar svo það met hefur verið slegið allrækilega og áin á ennþá mikið inni. Ólíklegt er að hún fari í yfirfall í ágúst svo þessi tala á enn eftir að hækka en hversu mikið er erfitt að segja til um. Hver skýringin er svo á þessari miklu laxgengd í ánna í sumar er erfitt að segja til um en áin er gífurlega há í framleiðni á seiðum og greinilegt að hrygning tekst vel í ánni sem og virðist fæðuframboð fyrir seiðin vera mjuög gott. Afföll eru talin vera frekar lág þar sem seiðin fá mikið skjól í Jökulvatninu á meðan þau dvelja í ánni þar til þau ná göngustærð og þegar komið er til sjávar virðast fæðustöðvar þeirra taka vel á móti þeim því laxinn er vel haldinn. Það verður spennandi að sjá lokatöluna úr Blöndu eftir þetta frábæra tímabil.
Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði