Robert Downey Jr. tekjuhæsti leikari heims Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 11:47 Robert Downey Jr. er tekjuhæsti leikarinn þriðja árið í röð. Vísir/Getty Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir hæstlaunuðu leikarana á árinu 2015. Þar er leikarinn Robert Downey Jr. efstur á lista með 80 milljónir dollara, eða um 10,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Downey Jr. er efstur á þessum lista en hann hefur þénað vel í hlutverki sínu sem Tony Stark í Marvel-myndunum. Síðast sáum við Downey Jr. í hlutverki Starks í myndinni Avengers: Age of Ultron en hann mun næst birtast sem Járnmaðurinn í myndinni Captain America: Civil War sem er væntanleg á næsta ári. Er hann sagður fá 40 milljónir dollara fyrir þá mynd. Stærstur hluti af þessum 80 milljónum dollara sem hann er sagður hafa þénað á árinu kemur vegna hlutdeildar Downey Jr. í tekjum þeirra mynda þar sem hann leikur Stark en Avengers: Age of Ultron hefur tekið inn um 1,4 milljarða dollara í miðasölu á heimsvísu.2. Jackie Chan Í öðru sæti á listanum en kínverski leikarinn Jackie Chan sem er með 50 milljónir dollara, eða um 6,7 milljarða íslenskra króna, á árinu sem má rekja til velgengni myndarinnar Dragon Blade í Kína. Chan fær þó ekki aðeins tekjur af leik í kvikmyndum því hann gefur út sína eigin Jackie Chan-vörulínu, rekur Segway-umboð og einnig stóra kvikmyndahúsakeðju.3. Vin Diesel. Í þriðja sæti er bandaríski leikarinn Vin Diesel með 47 milljónir dollara á árinu, 6,3 milljarðar íslenskra króna, en hannmalar gull á hlutverki sínu sem Dominic Toretto í Fast and Furios-seríunni. Sjöunda myndin, Furious 7, tók inn 1,5 milljarð dollara í miðasölu en 77 prósent þeirra tekna mynduðust utan Bandaríkjanna. Diesel nýtur gífurlegra vinsælda um þessar mundir og eru til að mynda 93 milljónir notenda sem fylgjast með Facebook-síðu hans. Hann er væntanlegur í myndinni The Last Witch Hunter en Ólafur Darri okkar fer einnig með hlutverk í þeirri mynd.4. Bradley Cooper Í fjórða sæti er bandaríski leikarinn Bradley Cooper sem er með 41,5 milljónir , tæpa 5,6 milljarðar íslenskra króna, á árinu. Cooper er sagður búa yfir þeim eiginleika að geta hoppað á milli drama- og gamanmynda. Á árinu mátti sjá hann í myndinni Aloha og stríðsdramanu American Sniper. Clint Eastwood var leikstjóri seinni myndarinnar og fór Cooper með aðahlutverkið. Ásamt því var Cooper einn af framleiðendum myndarinnar um bandarísku leyniskyttunnar.5. Adam Sandler Í fimmta sæti er bandaríski gamanleikarinn Adam Sandler með 41 milljón dollara, 5,5 milljarða króna, á árinu. Hann heldur áfram að mala gull þrátt fyrir að myndir hans fái jafnan slæma dóma hjá gagnrýnendum. Hann sást síðast í myndinni Pixels en Forbes segir myndir hans njóta mikilla vinsælda á VOD-leigumarkaðinum.6. Tom Cruise Í sjötta sæti er bandaríski leikarinn Tom Cruise með 40 milljónir dollara, 5,3 milljarða íslenskra króna, á árinu. Hann getur þakkað þessi laun sín velgengni fimmtu Mission Impossible-myndarinnar sem er nýkomin í kvikmyndahús og einnig velgengni Edge of Tomorrow sem kom út á síðasta ári.7. - 8. Amitabh Bachchan og Salman Khan Í sjöunda og áttunda sæti er indversku leikararnir Amitabh Bachchan og Salman Khan. Báðir eru þeir sagðir með 33,5 milljónir dollara á árinu en indverskir kvikmyndagerðarmenn eru sagðir ná að drýgja tekjur sínar töluvert með því að selja sýningarréttinn að kvikmynda sínum til sjónvarpsstöðva. Bachchan hefur leikið í 150 myndum á 50 ára ferli sínum og er ein af þeim Bollywood-stjörnum sem fær einnig hlutdeild í tekjum myndanna sem hann leikur í ásamt því að vera spyrill í indversku útgáfunni af spurningaþættinum Viltu vinna milljón en átta seríur hafa verið framleiddar. Salman Khan hefur leikið í 80 kvikmyndum frá árinu 1989 en hann kemur einnig að framleiðslu kvikmynda. Hann hefur einnig verið þáttastjórandi raunveruleikaþátta á borð við Bigg Boss og Big Brother á Indlandi. Þá er hann einnig með góðar tekjur af auglýsingum og er til að mynda eitt af andlitum gosdrykkjarins Thumbs Up, indverska útgáfan af Coca-Cola, og Suzuki.9. Akshay Kumar Í níunda sæti er indverski leikarinn Akshay Kumar sem hefur leikið í 150 kvikmyndum frá árinu 1992. Hann er einn af duglegust leikurum Bollywood en hann leikur að jafnaði í fjórum kvikmyndum á ári. Ásamt því að leika í vinsælum kvikmyndum er hann einnig þáttastjórnandi Dare 2 Dance og einnig með digra auglýsingasamninga.10. Mark Whalberg Í tíunda sæti er bandaríski leikarinn Mark Whalberg með 32 milljónir dollara á árinu, eða sem nemur um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur þénað vel undanfarið ár á myndunum Ted 2 og Transformers: Age of Extinction. Fyrirtæki hans framleiddi einnig Entourage-kvikmyndina og nýjustu sjónvarpsþáttaröð Dwayne Johnson sem nefnist Ballers. Sjáðu listann í heild hér.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira