Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 12:46 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Hann ræddi málið í Bítinu í morgun. „Ef við horfum á stóru myndina og vegum og metum okkar hagsmuni þá kann að vera að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná einhvers konar samstöðu um þessar hvalveiðar okkar. Það kemur ekki til greina að gefa það eftir að við megum sækja hval, við megum veiða hval,” sagði hann og bætti við að honum þætti líklegt að hægt væri að ná samstöðu um málið. „Það er ekkert svo mikill ágreiningur á milli vísindamanna. Þetta er einhvers konar stilling á ákveðnum tölum og hvernig menn nálgast hlutina, en það er kannski erfiðara í pólitíkinni. Vegna þess að þetta er vitanlega fyrir marga mjög pólitískt mál og menn eru að nýta sér þetta, sumir hverjir, í pólitískri vegferð.” Hann segir hvalveiðarnar standa í veg fyrir ákveðnum hlutum á alþjóðlegum vettvangi, til að mynda hafi Ísland ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; þ.e Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands á dögunum, vegna hvalveiðanna. Hann segir það vonbrigði og boðaði sendiherra þjóðanna því á fund í ráðuneytinu. „Hvalveiðar standa í vegi fyrir ákveðnum hlutum, það er alveg ljóst. Við þurfum hins vegar alltaf að standa fast á því sem við getum gert og það er alveg réttmæt sjónarmið þegar menn segja „Ef við hættum að veiða hvali, hvert fara þá til dæmis það sem er kallað umhverfissamtök sem eru kannski frekar öfgakenndari en önnur. Hvert færa þau þá víglínuna?“ er það þorskurinn, ýsan?” segir Gunnar Bragi en viðtalið við hann má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira