Réðu gátuna um Hvannadalshnjúk: "Það skemmtilegasta sem ég hef gert“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 23:15 Sigmar, Magnea, Kári og Hrafn, öll starfsmenn OZ, við ísskápinn þar sem flíkin var falin. Auk þeirra tóku Ólafur Ragnar, Ólafur Sverrir og Birkir, einnig starfsmenn OZ, þátt í leitinni að Hvannadalshnjúk. „Það fór alveg hellings tími í þetta og það hefði verið leiðinlegt hefði hann farið í ekki neitt,“ segir Hrafn Eiríksson, forritari hjá OZ, en hann ásamt vinnufélögum bar sigur úr bítum í leik sem 66° Norður stóð fyrir. Fyrirtækið hafði falið jakka af gerðinni Hvannadalshnjúkur á höfuðborgarsvæðinu og birti í kjölfarið vísbendingar um hvar peysuna væri að finna. Að auki var gefið út að jakkinn væri falinn á svölum stað. Vísbendingarnar voru alls níu en þegar fólki gekk illa að ráða í þær var brugðið á það ráð að búa til tvær auka. „Ég rakst á vísbendingarnar og það fyrsta sem ég sá voru týpískar tölvunördavísbendingar. Ég horfði á nokkrar þarna og hugsaði með mér að þetta gæti varla verið léttara. Sá þarna hexadecimal tölur, týpíska tölvunarfræði spurningu, og sínus bylgjur sem er standard hljóð- og verkfræði. En þegar við vorum búnir með þær þrjár þá vorum við alveg týndir.“ Vísbendingin sem kom þeim á sporið. Margflötungur plús Hraun í Öxnadal verður að Flatahrauni.mynd/66° norður Ferskur hugur hjálpaði við að leysa gátuna Hrafn og félagi hans brugðu á það ráð að spyrja vinnufélaga sína út í hinar vísbendingarnar og urðu kaffipásur þeirra eilítið lengri í kjölfarið þar sem þær voru helgaðar verkefninu. Í sameiningu tókst þeim að ráða fáeinar vísbendingar í viðbót en ekki nægilega margar til að finna staðsetningu jakkans. Á þriðjudag komu síðustu aukavísbendingarnar inn. „Við kláruðum vinnu snemma á þriðjudag og sökktum okkur í þetta. Þegar síðasta vísbendingin kom sátum við hópurinn yfir henni í meira en klukkustund án árangurs. Ég er ekki að grínast, ég lá bugaður í fósturstellingunni og hin voru að fá magasár,“ segir Hrafn og hlær. Það varð þeim til happs að fá ferskan huga í verkið vinnufélagi þeirra gekk inn og réð gátuna á andartaki. Síðasta vísbendingin sýnir margflötung og útlínur Hrauns í Öxnadal. Saman myndaði það Flatahraun en hluti stafanna úr vísbendingunum sem þau höfðu ráðið pössuðu við götuheitið. „Þetta var nógu klikkað til að geta virkað þannig við brunuðum í Hafnarfjörð.“ Kári, Hrafn, Sigmar og Magnea hentu að sjálfsögðu í „sjálfu“ til að fagna árangrinum.mynd/hrafn Skemmtilegasta sem ég hef gertFlatahraunið er skrambi löng gata og leitarsvæðið því stórt. „Við ókum götuna fram og aftur í grenjandi rigningu og sáum varla út um gluggann. Eftir meira en korter sá ég ísskáp liggja við götuna og mundi að peysan væri falin á svölum stað. Við kíktum út og sáum að á ísskápnum var mynd af Hvannadalshnjúk þannig peysan var fundin.“ En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Á ísskápnum var sver keðja sem kom í veg fyrir að hann væri opnaður og hún var fest með talnalás. Upp komu hugmyndir um að saga keðjuna og að flytja ísskápinn á brott því engum datt í hug hvaða fjögurra stafa talnaruna gæti opnað lásinn. „Svo kom það bara allt í einu,“ segir Hrafn. „Það kom ekkert annað til greina en hæðin á Hvannadalshnjúki.“ Og það stóð heima. Tindurinn er 2110 metrum yfir sjávarmáli og talnarunan 2-1-1-0 opnaði lásinn og færði þeim þar með peysuna. Aðspurður um hver fái að eiga gripinn fyrst þetta var hópavinna segir Hrafn að ýmsar hugmyndir séu uppi um hvernig honum verði ráðstafað. Ein hugmyndin sé sú að skila honum eða selja og nýta fjárhæðina til að styrkja eitthvað gott mál. Önnur hugmynd sé að vinnan fari út að borða fyrir upphæðina. Það sé enn óljóst. „Þetta snerist í raun alltaf minnst um peysuna heldur frekar þessa óútskýranlegu þörf til að leysa þrautir og gátur sem ég efast ekki um að margir tölvunarfræðingar og stærðfræðingar kannast við. Tilfinningin var eiginlega ólýsanleg. Þessi leikur var líklega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og hann ætti að vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Hrafn að lokum. Hvannadalshnjúkur Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Það fór alveg hellings tími í þetta og það hefði verið leiðinlegt hefði hann farið í ekki neitt,“ segir Hrafn Eiríksson, forritari hjá OZ, en hann ásamt vinnufélögum bar sigur úr bítum í leik sem 66° Norður stóð fyrir. Fyrirtækið hafði falið jakka af gerðinni Hvannadalshnjúkur á höfuðborgarsvæðinu og birti í kjölfarið vísbendingar um hvar peysuna væri að finna. Að auki var gefið út að jakkinn væri falinn á svölum stað. Vísbendingarnar voru alls níu en þegar fólki gekk illa að ráða í þær var brugðið á það ráð að búa til tvær auka. „Ég rakst á vísbendingarnar og það fyrsta sem ég sá voru týpískar tölvunördavísbendingar. Ég horfði á nokkrar þarna og hugsaði með mér að þetta gæti varla verið léttara. Sá þarna hexadecimal tölur, týpíska tölvunarfræði spurningu, og sínus bylgjur sem er standard hljóð- og verkfræði. En þegar við vorum búnir með þær þrjár þá vorum við alveg týndir.“ Vísbendingin sem kom þeim á sporið. Margflötungur plús Hraun í Öxnadal verður að Flatahrauni.mynd/66° norður Ferskur hugur hjálpaði við að leysa gátuna Hrafn og félagi hans brugðu á það ráð að spyrja vinnufélaga sína út í hinar vísbendingarnar og urðu kaffipásur þeirra eilítið lengri í kjölfarið þar sem þær voru helgaðar verkefninu. Í sameiningu tókst þeim að ráða fáeinar vísbendingar í viðbót en ekki nægilega margar til að finna staðsetningu jakkans. Á þriðjudag komu síðustu aukavísbendingarnar inn. „Við kláruðum vinnu snemma á þriðjudag og sökktum okkur í þetta. Þegar síðasta vísbendingin kom sátum við hópurinn yfir henni í meira en klukkustund án árangurs. Ég er ekki að grínast, ég lá bugaður í fósturstellingunni og hin voru að fá magasár,“ segir Hrafn og hlær. Það varð þeim til happs að fá ferskan huga í verkið vinnufélagi þeirra gekk inn og réð gátuna á andartaki. Síðasta vísbendingin sýnir margflötung og útlínur Hrauns í Öxnadal. Saman myndaði það Flatahraun en hluti stafanna úr vísbendingunum sem þau höfðu ráðið pössuðu við götuheitið. „Þetta var nógu klikkað til að geta virkað þannig við brunuðum í Hafnarfjörð.“ Kári, Hrafn, Sigmar og Magnea hentu að sjálfsögðu í „sjálfu“ til að fagna árangrinum.mynd/hrafn Skemmtilegasta sem ég hef gertFlatahraunið er skrambi löng gata og leitarsvæðið því stórt. „Við ókum götuna fram og aftur í grenjandi rigningu og sáum varla út um gluggann. Eftir meira en korter sá ég ísskáp liggja við götuna og mundi að peysan væri falin á svölum stað. Við kíktum út og sáum að á ísskápnum var mynd af Hvannadalshnjúk þannig peysan var fundin.“ En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Á ísskápnum var sver keðja sem kom í veg fyrir að hann væri opnaður og hún var fest með talnalás. Upp komu hugmyndir um að saga keðjuna og að flytja ísskápinn á brott því engum datt í hug hvaða fjögurra stafa talnaruna gæti opnað lásinn. „Svo kom það bara allt í einu,“ segir Hrafn. „Það kom ekkert annað til greina en hæðin á Hvannadalshnjúki.“ Og það stóð heima. Tindurinn er 2110 metrum yfir sjávarmáli og talnarunan 2-1-1-0 opnaði lásinn og færði þeim þar með peysuna. Aðspurður um hver fái að eiga gripinn fyrst þetta var hópavinna segir Hrafn að ýmsar hugmyndir séu uppi um hvernig honum verði ráðstafað. Ein hugmyndin sé sú að skila honum eða selja og nýta fjárhæðina til að styrkja eitthvað gott mál. Önnur hugmynd sé að vinnan fari út að borða fyrir upphæðina. Það sé enn óljóst. „Þetta snerist í raun alltaf minnst um peysuna heldur frekar þessa óútskýranlegu þörf til að leysa þrautir og gátur sem ég efast ekki um að margir tölvunarfræðingar og stærðfræðingar kannast við. Tilfinningin var eiginlega ólýsanleg. Þessi leikur var líklega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og hann ætti að vera öðrum til eftirbreytni,“ segir Hrafn að lokum.
Hvannadalshnjúkur Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira