Lífið

Sumarlífið: „Þar erum við með minni búninga og dónalegri brandara“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er fjögurra ára nám upp í B.A. í sirkuslistum,“ segir Jóakim sem er í Sirkusskóla út í Hollandi. Hann er einn af þeim sem tekur þátt í sýningum Sirkus Íslands um allt land í sumar. Sumarlífið heimsótti Sirkus Íslands á Klambratúni á dögunum.

„Þetta nám felur í sér að læra sirkustækni, sviðsframkomu, dans og tónlist. Við erum þrjú frá Íslandi í þessum skóla úti og stefnum á það að koma hingað heim aftur eftir námið.

Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan haustið 2007 og verið meðlimur í sjálfstæðu leikhúsunum frá 2009.

Sirkusinn samanstendur af fjölbreyttum hópi hæfileikaríks fólks á ýmsum sviðum sirkuslista sem sameinar krafta sína undir stjórn Lee Nelson.

„Stóra fjölskyldusýningin heitir Heima er best og þar notum við bara íslenska tónlist og hún er svona tveir tíma og hentar öllum sem geta setið svo lengi. Við ákváðum síðan að gera eina sýningu sem er aðeins klukkutími sem er fyrir yngri krakka sem hafa styttri athyglisspan og það er meira verið að tala þau í gegnum sýninguna,“ segir Margrét Erla Maack, Sirkusstjóri.

„Svo erum við með fullorðinssirkus sem er bönnuð innan 18 ára. Þar erum við með minni búninga og dónalegri brandara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.