Ætlum að sjálfsögðu að fagna á Hvíta Riddaranum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2015 22:15 Lið Hvíta Riddarans. mynd/erla Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira