Gunnar: Spennustigið er lægra en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 12:00 Gunnar Rafn er að stýra liði í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu fimm árum. vísir/anton Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00