Innlent

Vilja fleiri flóttamenn í Kópavog

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í ár og á næsta ári.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í ár og á næsta ári. Vísir
Samfylkingin í Kópavogi skorar á bæjarstjórnina þar í bæ að opna dyrnar fyrir flóttamönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Er vísað til ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að taka á móti fimmtíu flóttamönnum árin 2015 og 2016 til að létta á miklum straumi flóttamanna til Evrópou.

„Þrátt fyrir að talan sé lág ber að fagna því að ríkisstjórn Íslands axli ábyrgð og sé tilbúin til þess að taka þátt í því að veita fólki í mikilli neyð ný og betri lífsskilyrði hér á landi. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa þegar lýst yfir vilja til þess að taka á móti flóttafólki og greiða þannig fyrir því að skapa því betra líf og hefur bærinn óskað eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um málið,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.



Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir í Fréttablaðinu í dag að málið hafi verið rætt á vettvangi bæjarstjórnar í gær en engar ákvarðanir hafi verið teknar.

„Samfylkingin í Kópavogi skor­ar á bæjarstjórn Kópavogs að fylgja frum­kvæði Akureyrarbæjar og hefja strax viðræður við fé­lags- og hús­næðismálaráðherra um móttöku bæjarins á flóttamönnum. Óásættanlegt sé að næst stærsta sveitarfélagið á landinu hafi aldrei tekið á móti flóttamönnum, en bær­inn hef­ur alla burði til að veita flótta­mönn­um þau tækifæri og lífsgæði sem þau þurfa á að halda.“


Tengdar fréttir

Vill að Garðabær taki á móti flóttafjölskyldum

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ hefur lagt fram tillögu þess efnis að hluti þeirra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins komi til með að búa í þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×