Yfir 200 manns sótt réttargæslu til Rauða krossins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2015 13:14 Ár er liðið síðan Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Síðan þá hafa vel yfir tvö hundruð manns sótt um hæli á Íslandi. Hælisleitendur það sem af er ágústmánuði eru þrjátíu og sjö en umsækjendur hafa aldrei verið jafn margir í einum mánuði. Rauði krossinn hefur sinnt réttindagæslu fyrir hælisleitendur frá því í ágúst á síðasta ári. Markmiðið er að tryggja að málsmeðferð fari mannúðlega fram og það samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum.Hermann OttóssonAukinn fjöldi flóttamanna á Íslandi tengist málefnum Evrópu Að sögn Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, hafa tvö hundruðtuttugu og sex manns sótt um hæli og þar af þrjátíu og sjö í ágústmánuði. Mánaðarlegur meðalfjöldi síðastliðið ár hefur verið í kringum tuttugu. Hermann bendir á að síðsumar sé sá tími sem flestir sækja um hæli en hann ítrekar um leið aðmiklar sveiflur í fjölda hælisleitenda hljóti að tengjast þeim stórtíðindum sem eiga sér stað nú álandamærum Evrópuríkja. „Ég held líka að þetta hljóti að tengjast þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hafa yfir Miðjarðarhafið og með öðrum leiðum til Evrópuríkja,“ segir Hermann. Frá áramótum hafa þrjú hundruð og fjörutíu þúsund flóttamenn lagt leið sína að yrti landamærum Evrópu. Ríkisstjórn Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, gerir ráð fyrir því að sú tala verði íkringum átta hundruð þúsund í árslok. Langflestir eru frá Sýrlandi og ríkjum í norður-Afríku.Íslendingar hafa valið leið manngæsku og mannúðar „Þetta eru Eritreumenn, Súdanir, Sýrlendingar sem mynda langstærsta hluta hópsins. Það er líka alltaf ákveðinn hópur frá Austur-Evrópu sem leitar hingað,“ segir Hermann. Hann segir að vel hafi gengið að hugsa um fólkið. „Við höfum veitt þeim réttaraðstoð og skoðað mál þeirra ofan í kjölin. Þaðan komum við upplýsingum og okkar greinargerðum áfram til Útlendingastofnunar sem ákveður hvort fólkið fær hæli eða ekki. Þetta er fólk sem vill gera gagn hérna og þess vegna kemur það hingað.“ Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, sagði í aðsendri grein íFréttablaðinu í gær að frumvarpsdrög þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga væri stórviðburður á heimsvísu en nefndin dregur þar upp margvíslegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Þórir segir Íslendinga vera í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Hermann tekur undir það og bendir á sérstöðu hennar enda hafi þróunin verið þveröfugt í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem öfl sem vinna gegn innflytjendum hafa risið upp. „Þá erum við að fara hina leiðina. Leið mannúðar og manngæsku sem er leið sem Íslendingar í gegnum tíðina hafa valið þegar skipreka fólk rekur á okkar fjörur. Við höfum alltaf verið tilbúin að veita mat, húsaskjól og bestu ummönnun. Ég á ekki von á að það breytist neitt,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ár er liðið síðan Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Síðan þá hafa vel yfir tvö hundruð manns sótt um hæli á Íslandi. Hælisleitendur það sem af er ágústmánuði eru þrjátíu og sjö en umsækjendur hafa aldrei verið jafn margir í einum mánuði. Rauði krossinn hefur sinnt réttindagæslu fyrir hælisleitendur frá því í ágúst á síðasta ári. Markmiðið er að tryggja að málsmeðferð fari mannúðlega fram og það samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum.Hermann OttóssonAukinn fjöldi flóttamanna á Íslandi tengist málefnum Evrópu Að sögn Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, hafa tvö hundruðtuttugu og sex manns sótt um hæli og þar af þrjátíu og sjö í ágústmánuði. Mánaðarlegur meðalfjöldi síðastliðið ár hefur verið í kringum tuttugu. Hermann bendir á að síðsumar sé sá tími sem flestir sækja um hæli en hann ítrekar um leið aðmiklar sveiflur í fjölda hælisleitenda hljóti að tengjast þeim stórtíðindum sem eiga sér stað nú álandamærum Evrópuríkja. „Ég held líka að þetta hljóti að tengjast þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hafa yfir Miðjarðarhafið og með öðrum leiðum til Evrópuríkja,“ segir Hermann. Frá áramótum hafa þrjú hundruð og fjörutíu þúsund flóttamenn lagt leið sína að yrti landamærum Evrópu. Ríkisstjórn Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, gerir ráð fyrir því að sú tala verði íkringum átta hundruð þúsund í árslok. Langflestir eru frá Sýrlandi og ríkjum í norður-Afríku.Íslendingar hafa valið leið manngæsku og mannúðar „Þetta eru Eritreumenn, Súdanir, Sýrlendingar sem mynda langstærsta hluta hópsins. Það er líka alltaf ákveðinn hópur frá Austur-Evrópu sem leitar hingað,“ segir Hermann. Hann segir að vel hafi gengið að hugsa um fólkið. „Við höfum veitt þeim réttaraðstoð og skoðað mál þeirra ofan í kjölin. Þaðan komum við upplýsingum og okkar greinargerðum áfram til Útlendingastofnunar sem ákveður hvort fólkið fær hæli eða ekki. Þetta er fólk sem vill gera gagn hérna og þess vegna kemur það hingað.“ Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, sagði í aðsendri grein íFréttablaðinu í gær að frumvarpsdrög þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga væri stórviðburður á heimsvísu en nefndin dregur þar upp margvíslegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Þórir segir Íslendinga vera í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Hermann tekur undir það og bendir á sérstöðu hennar enda hafi þróunin verið þveröfugt í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem öfl sem vinna gegn innflytjendum hafa risið upp. „Þá erum við að fara hina leiðina. Leið mannúðar og manngæsku sem er leið sem Íslendingar í gegnum tíðina hafa valið þegar skipreka fólk rekur á okkar fjörur. Við höfum alltaf verið tilbúin að veita mat, húsaskjól og bestu ummönnun. Ég á ekki von á að það breytist neitt,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33
Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16
Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59
Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03