Yfir 200 manns sótt réttargæslu til Rauða krossins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2015 13:14 Ár er liðið síðan Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Síðan þá hafa vel yfir tvö hundruð manns sótt um hæli á Íslandi. Hælisleitendur það sem af er ágústmánuði eru þrjátíu og sjö en umsækjendur hafa aldrei verið jafn margir í einum mánuði. Rauði krossinn hefur sinnt réttindagæslu fyrir hælisleitendur frá því í ágúst á síðasta ári. Markmiðið er að tryggja að málsmeðferð fari mannúðlega fram og það samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum.Hermann OttóssonAukinn fjöldi flóttamanna á Íslandi tengist málefnum Evrópu Að sögn Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, hafa tvö hundruðtuttugu og sex manns sótt um hæli og þar af þrjátíu og sjö í ágústmánuði. Mánaðarlegur meðalfjöldi síðastliðið ár hefur verið í kringum tuttugu. Hermann bendir á að síðsumar sé sá tími sem flestir sækja um hæli en hann ítrekar um leið aðmiklar sveiflur í fjölda hælisleitenda hljóti að tengjast þeim stórtíðindum sem eiga sér stað nú álandamærum Evrópuríkja. „Ég held líka að þetta hljóti að tengjast þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hafa yfir Miðjarðarhafið og með öðrum leiðum til Evrópuríkja,“ segir Hermann. Frá áramótum hafa þrjú hundruð og fjörutíu þúsund flóttamenn lagt leið sína að yrti landamærum Evrópu. Ríkisstjórn Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, gerir ráð fyrir því að sú tala verði íkringum átta hundruð þúsund í árslok. Langflestir eru frá Sýrlandi og ríkjum í norður-Afríku.Íslendingar hafa valið leið manngæsku og mannúðar „Þetta eru Eritreumenn, Súdanir, Sýrlendingar sem mynda langstærsta hluta hópsins. Það er líka alltaf ákveðinn hópur frá Austur-Evrópu sem leitar hingað,“ segir Hermann. Hann segir að vel hafi gengið að hugsa um fólkið. „Við höfum veitt þeim réttaraðstoð og skoðað mál þeirra ofan í kjölin. Þaðan komum við upplýsingum og okkar greinargerðum áfram til Útlendingastofnunar sem ákveður hvort fólkið fær hæli eða ekki. Þetta er fólk sem vill gera gagn hérna og þess vegna kemur það hingað.“ Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, sagði í aðsendri grein íFréttablaðinu í gær að frumvarpsdrög þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga væri stórviðburður á heimsvísu en nefndin dregur þar upp margvíslegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Þórir segir Íslendinga vera í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Hermann tekur undir það og bendir á sérstöðu hennar enda hafi þróunin verið þveröfugt í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem öfl sem vinna gegn innflytjendum hafa risið upp. „Þá erum við að fara hina leiðina. Leið mannúðar og manngæsku sem er leið sem Íslendingar í gegnum tíðina hafa valið þegar skipreka fólk rekur á okkar fjörur. Við höfum alltaf verið tilbúin að veita mat, húsaskjól og bestu ummönnun. Ég á ekki von á að það breytist neitt,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ár er liðið síðan Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur. Síðan þá hafa vel yfir tvö hundruð manns sótt um hæli á Íslandi. Hælisleitendur það sem af er ágústmánuði eru þrjátíu og sjö en umsækjendur hafa aldrei verið jafn margir í einum mánuði. Rauði krossinn hefur sinnt réttindagæslu fyrir hælisleitendur frá því í ágúst á síðasta ári. Markmiðið er að tryggja að málsmeðferð fari mannúðlega fram og það samkvæmt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum.Hermann OttóssonAukinn fjöldi flóttamanna á Íslandi tengist málefnum Evrópu Að sögn Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, hafa tvö hundruðtuttugu og sex manns sótt um hæli og þar af þrjátíu og sjö í ágústmánuði. Mánaðarlegur meðalfjöldi síðastliðið ár hefur verið í kringum tuttugu. Hermann bendir á að síðsumar sé sá tími sem flestir sækja um hæli en hann ítrekar um leið aðmiklar sveiflur í fjölda hælisleitenda hljóti að tengjast þeim stórtíðindum sem eiga sér stað nú álandamærum Evrópuríkja. „Ég held líka að þetta hljóti að tengjast þeim gríðarlega fjölda flóttamanna sem komið hafa yfir Miðjarðarhafið og með öðrum leiðum til Evrópuríkja,“ segir Hermann. Frá áramótum hafa þrjú hundruð og fjörutíu þúsund flóttamenn lagt leið sína að yrti landamærum Evrópu. Ríkisstjórn Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, gerir ráð fyrir því að sú tala verði íkringum átta hundruð þúsund í árslok. Langflestir eru frá Sýrlandi og ríkjum í norður-Afríku.Íslendingar hafa valið leið manngæsku og mannúðar „Þetta eru Eritreumenn, Súdanir, Sýrlendingar sem mynda langstærsta hluta hópsins. Það er líka alltaf ákveðinn hópur frá Austur-Evrópu sem leitar hingað,“ segir Hermann. Hann segir að vel hafi gengið að hugsa um fólkið. „Við höfum veitt þeim réttaraðstoð og skoðað mál þeirra ofan í kjölin. Þaðan komum við upplýsingum og okkar greinargerðum áfram til Útlendingastofnunar sem ákveður hvort fólkið fær hæli eða ekki. Þetta er fólk sem vill gera gagn hérna og þess vegna kemur það hingað.“ Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, sagði í aðsendri grein íFréttablaðinu í gær að frumvarpsdrög þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga væri stórviðburður á heimsvísu en nefndin dregur þar upp margvíslegar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Þórir segir Íslendinga vera í kjöraðstöðu til að stýra þessum málum í góðan farveg. Hermann tekur undir það og bendir á sérstöðu hennar enda hafi þróunin verið þveröfugt í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem öfl sem vinna gegn innflytjendum hafa risið upp. „Þá erum við að fara hina leiðina. Leið mannúðar og manngæsku sem er leið sem Íslendingar í gegnum tíðina hafa valið þegar skipreka fólk rekur á okkar fjörur. Við höfum alltaf verið tilbúin að veita mat, húsaskjól og bestu ummönnun. Ég á ekki von á að það breytist neitt,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59 Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33
Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16
Tugþúsundir karla, kvenna og barna á vergangi Stríðsátök sem Vesturlönd hafa átt beina og óbeina aðkomu að hafa hrakið hundruð þúsunda manna á flótta til vestur Evrópu. 23. ágúst 2015 18:59
Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi. 25. ágúst 2015 20:03