Til skammar er að rukka fyrir grunnskólann Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Með upphafi skólahalds kemst tilveran í fastari skorður hjá fjölda barna eftir sumarfrí. Vinir hittast á ný og þau sem eru að taka sín fyrstu skref í námi hlakkar til að takast á við ný viðfangsefni. Upphaf skólahalds getur hins vegar verið hluta foreldra nokkurt áhyggjuefni líkt og greint er frá í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Kostnaður vegna námsgagna fyrir grunnskólabörn er mjög mismunandi á milli skóla og sveitarfélaga. Sums staðar er fólk gert út af örkinni með nákvæma innkaupalista og annars staðar innheimta skólar fast gjald og gögnin eru afhent í skólanum. Sú leið virðist alla jafna ódýrari. Fólk með tvö til þrjú börn á framfæri getur hins vegar staðið frammi fyrir viðbótarkostnaði upp á tugi þúsunda. Undir því stendur fólk misvel. Svo virðist sem um falinn vanda sé að hluta, því einstakir kennarar og svo góðgerðarsamtök á borð við Hróa Hött barnavinafélag (HHB) hafa hlaupið undir bagga með börnum úr efnaminni fjölskyldum og lagt út fyrir námsgögnum, matarkostnaði og fleiri útgjaldaliðum sem tengjast skóla- og tómstundahaldi. Umfangið er óvíst en ljóst að það er nokkuð. HHB veitti í fyrra 90 styrki til barna í 16 af 182 grunnskólum landsins. Ísafjarðabær hefur gengið á undan með góðu fordæmi og útvegar börnum í grunnskólum fjögurra byggðakjarna þess sveitarfélags námsgögn endurgjaldslaust. Fagnaðarefni er að Samband íslenskra sveitarfélaga ætli að taka málið upp á næstunni, eftir áskoranir Barnaheilla og Heimilis og skóla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Og auðvitað á það gjaldfrelsi líka að ná til mötuneyta skólanna. Sögur á borð við þær að svöngum börnum sé vísað úr í matarröð síns skóla vegna útistandandi reikninga foreldranna eru okkur ekki sæmandi sem þjóð. Upp kemur í hugann mynd af Ólíver Twist með matarskálina biðjandi um meira. Ef einhver manndómur er í sveitarstjórnarfólki þessa lands þá kemur það sér saman um stefnu í skólamálum þar sem mismunun er útrýmt og landið fær staðið undir skuldbindingum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér á grunnskóli að vera gjaldfrjáls með öllu. Þannig eru öll börn jafnsett í sínum skóla. Markmiðið er að gera sjálfboðaliðastarf á borð við það sem HHB stendur fyrir óþarft. Taka má undir orð Sigríðar Jónsdóttur, formanns samtakanna, í blaðinu í dag þar sem hún segir sjálfsagt að bæði máltíðir barna og skólagögn standi þeim til boða án greiðslu, sem og tómstundastarf sem brúi bilið yfir vinnudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Með upphafi skólahalds kemst tilveran í fastari skorður hjá fjölda barna eftir sumarfrí. Vinir hittast á ný og þau sem eru að taka sín fyrstu skref í námi hlakkar til að takast á við ný viðfangsefni. Upphaf skólahalds getur hins vegar verið hluta foreldra nokkurt áhyggjuefni líkt og greint er frá í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Kostnaður vegna námsgagna fyrir grunnskólabörn er mjög mismunandi á milli skóla og sveitarfélaga. Sums staðar er fólk gert út af örkinni með nákvæma innkaupalista og annars staðar innheimta skólar fast gjald og gögnin eru afhent í skólanum. Sú leið virðist alla jafna ódýrari. Fólk með tvö til þrjú börn á framfæri getur hins vegar staðið frammi fyrir viðbótarkostnaði upp á tugi þúsunda. Undir því stendur fólk misvel. Svo virðist sem um falinn vanda sé að hluta, því einstakir kennarar og svo góðgerðarsamtök á borð við Hróa Hött barnavinafélag (HHB) hafa hlaupið undir bagga með börnum úr efnaminni fjölskyldum og lagt út fyrir námsgögnum, matarkostnaði og fleiri útgjaldaliðum sem tengjast skóla- og tómstundahaldi. Umfangið er óvíst en ljóst að það er nokkuð. HHB veitti í fyrra 90 styrki til barna í 16 af 182 grunnskólum landsins. Ísafjarðabær hefur gengið á undan með góðu fordæmi og útvegar börnum í grunnskólum fjögurra byggðakjarna þess sveitarfélags námsgögn endurgjaldslaust. Fagnaðarefni er að Samband íslenskra sveitarfélaga ætli að taka málið upp á næstunni, eftir áskoranir Barnaheilla og Heimilis og skóla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Og auðvitað á það gjaldfrelsi líka að ná til mötuneyta skólanna. Sögur á borð við þær að svöngum börnum sé vísað úr í matarröð síns skóla vegna útistandandi reikninga foreldranna eru okkur ekki sæmandi sem þjóð. Upp kemur í hugann mynd af Ólíver Twist með matarskálina biðjandi um meira. Ef einhver manndómur er í sveitarstjórnarfólki þessa lands þá kemur það sér saman um stefnu í skólamálum þar sem mismunun er útrýmt og landið fær staðið undir skuldbindingum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hér á grunnskóli að vera gjaldfrjáls með öllu. Þannig eru öll börn jafnsett í sínum skóla. Markmiðið er að gera sjálfboðaliðastarf á borð við það sem HHB stendur fyrir óþarft. Taka má undir orð Sigríðar Jónsdóttur, formanns samtakanna, í blaðinu í dag þar sem hún segir sjálfsagt að bæði máltíðir barna og skólagögn standi þeim til boða án greiðslu, sem og tómstundastarf sem brúi bilið yfir vinnudaginn.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun