Þrælastríð Þorvaldur Gylfason skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Það átti eftir að koma Bandaríkjamönnum í koll að taka ekki ákveðna afstöðu gegn þrælahaldi strax með sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776 og síðan með stjórnarskránni 1787 heldur láta sér duga almenna og í reyndinni bitlausa yfirlýsingu um jafnrétti. Sjálfstæðisyfirlýsingin hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“Þögn um þrælahald Þar eð ekkert var sagt um þrælahald hvorki í sjálfstæðisyfirlýsingunni né stjórnarskránni var þögnin yfirleitt túlkuð sem samþykki þótt þrælahald bryti bersýnilega gegn upphafsorðum sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og anda stjórnarskrárinnar. Höfundum beggja skjala var í lófa lagið að reyna að afnema þrælahald. Rússar höfðu afnumið þrælahald hálfri öld áður, 1723, þótt bændaánauð væri ekki aflétt þar fyrr en síðar. Sumir höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar voru sjálfir þrælahaldarar, þar á meðal George Washington, Thomas Jefferson og James Madison, sem allir urðu síðan forsetar Bandaríkjanna. Þrælar höfðu ekki atkvæðisrétt. Ekki konur heldur. Bretar afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833 og Frakkar og Danir 1848. Argentína afnam þrælahald 1853 og Perú 1854 og Rússar afnámu bændaánauðina 1861. Það ár hófst borgarastyrjöld í Bandaríkjunum.Hvers vegna stríð? Bandaríkjamenn höfðu lagt bann við innflutningi á þrælum 1808 eins og Bretar höfðu gert árið áður, en viðskipti með þræla héldu samt áfram heima fyrir. Þrælahaldarar héldu sínu striki, einkum baðmullarbændur í suðurríkjunum. Veldi þeirra fór vaxandi. Styrkur norðurríkjanna fór einnig vaxandi. Þau voru fleiri og fjölmennari og þar fór andstaðan gegn þrælahaldi harðnandi. Íbúar suðurríkjanna 11 voru 9 milljónir 1861 (þar af 4 milljónir þræla) á móti 21 milljón í norðurríkjunum 23. Suðurríkjamenn óttuðust að norðurríkin myndu neyta aflsmunar á þinginu í Washington og setja þeim stólinn fyrir dyrnar með því að banna þrælahald með lögum á landsvísu. Slíkt bann töldu suðurríkjamenn mundu brjóta gegn stjórnarskrárvörðum ákvörðunarrétti einstakra fylkja. Þar að kom 1861 að ótti suðurríkjamanna við bann gegn þrælahaldi leiddi sjö suðurríki (Suður-Karólínu, Mississippi, Flórída, Alabama, Georgíu, Lúísíana og Texas) til að segja sig úr lögum við norðurríkin og stofna sjálfstætt ríki. Hin fjögur suðurríkin bætust skömmu síðar í hópinn (Virginía, Arkansas, Norður-Karólína og Tennessee). Abraham Lincoln var þá nýkjörinn forseti. Honum var mjög í mun að halda Bandaríkjunum saman. Hann var andvígur linkind í þrælamálinu. Einkum fannst honum stafa hætta af því að ný ríki í vestanverðu landinu leyfðu þrælahald, þar eð þá gætu andstæðingar þrælahalds í norðurríkjunum orðið að minni hluta í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem hvert fylki hafði og hefur enn tvo þingmenn óháð fólksfjölda. Í fyrstu taldi Lincoln nóg að stöðva útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna og leyfa þrælahaldinu í suðurríkjunum að lognast út af smám saman. Honum varð brátt ljóst að suðurríkjamenn hygðust verja hagsmuni sína af hörku. Þeir hleyptu af fyrsta skotinu í stríði sem stóð í fjögur ár, allt fyrra kjörtímabil Lincolns, og kostaði 600 þúsund mannslíf, þar á meðal líf Lincolns sjálfs þegar hann var myrtur fimm dögum eftir stríðslok.Arfleifð Lincolns Þótt Lincoln legði höfuðáherzlu á einingu ríkisins, fór hann ekki leynt með afstöðu sína til þrælahalds sem hann orðaði m.a. svo: „Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt.“ Þrælum var veitt frelsi strax að loknu stríði 1865 án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir nema í Washington þar sem þrælahöldurum voru greiddir 300 dalir á hvern þræl til málamynda. Margir töldu einsýnt frá byrjun að suðurríkin gætu ekki haft sigur í borgarastríðinu þar eð þau voru svo miklu fámennari en norðurríkin. En herir suðurríkjanna börðust nánast til síðasta manns. Þegar Bandaríkjamenn börðu sér á brjóst og sögðust aldrei hafa tapað stríði eins og sumir þeirra gerðu fram að stríðslokum í Víetnam 1975, þá var það ekki rétt af sjónarhóli suðurríkjamanna. Bandarískir blökkumenn þurftu að bíða í önnur 100 ár eftir fullum mannréttindum að lögum og búa þó margir enn í reynd við skert mannréttindi heima fyrir. Enn í dag, 150 árum síðar, eimir eftir af ósigri suðurríkjanna. Þau fylki sem þráskallast nú við að framfylgja nýrri heilbrigðistryggingalöggjöf sem kennd er við Barack Obama forseta og bætir einkum hag fátæks blökkufólks og Hæstiréttur hefur úrskurðað að standist stjórnarskrána eru flest gömul þrælaríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Það átti eftir að koma Bandaríkjamönnum í koll að taka ekki ákveðna afstöðu gegn þrælahaldi strax með sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776 og síðan með stjórnarskránni 1787 heldur láta sér duga almenna og í reyndinni bitlausa yfirlýsingu um jafnrétti. Sjálfstæðisyfirlýsingin hefst svo að loknum aðfaraorðum (í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra frá 1884): „Vér ætlum þessi sannindi auðsæ af sjálfum sér: – að allir menn eru skapaðir jafnir; að þeir eru af skapara sínum gæddir ýmsum ósviftanlegum réttindum; að á meðal þessara réttinda eru líf, frelsi og viðleitni til velvegnunar; …“Þögn um þrælahald Þar eð ekkert var sagt um þrælahald hvorki í sjálfstæðisyfirlýsingunni né stjórnarskránni var þögnin yfirleitt túlkuð sem samþykki þótt þrælahald bryti bersýnilega gegn upphafsorðum sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og anda stjórnarskrárinnar. Höfundum beggja skjala var í lófa lagið að reyna að afnema þrælahald. Rússar höfðu afnumið þrælahald hálfri öld áður, 1723, þótt bændaánauð væri ekki aflétt þar fyrr en síðar. Sumir höfundar bandarísku stjórnarskrárinnar voru sjálfir þrælahaldarar, þar á meðal George Washington, Thomas Jefferson og James Madison, sem allir urðu síðan forsetar Bandaríkjanna. Þrælar höfðu ekki atkvæðisrétt. Ekki konur heldur. Bretar afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833 og Frakkar og Danir 1848. Argentína afnam þrælahald 1853 og Perú 1854 og Rússar afnámu bændaánauðina 1861. Það ár hófst borgarastyrjöld í Bandaríkjunum.Hvers vegna stríð? Bandaríkjamenn höfðu lagt bann við innflutningi á þrælum 1808 eins og Bretar höfðu gert árið áður, en viðskipti með þræla héldu samt áfram heima fyrir. Þrælahaldarar héldu sínu striki, einkum baðmullarbændur í suðurríkjunum. Veldi þeirra fór vaxandi. Styrkur norðurríkjanna fór einnig vaxandi. Þau voru fleiri og fjölmennari og þar fór andstaðan gegn þrælahaldi harðnandi. Íbúar suðurríkjanna 11 voru 9 milljónir 1861 (þar af 4 milljónir þræla) á móti 21 milljón í norðurríkjunum 23. Suðurríkjamenn óttuðust að norðurríkin myndu neyta aflsmunar á þinginu í Washington og setja þeim stólinn fyrir dyrnar með því að banna þrælahald með lögum á landsvísu. Slíkt bann töldu suðurríkjamenn mundu brjóta gegn stjórnarskrárvörðum ákvörðunarrétti einstakra fylkja. Þar að kom 1861 að ótti suðurríkjamanna við bann gegn þrælahaldi leiddi sjö suðurríki (Suður-Karólínu, Mississippi, Flórída, Alabama, Georgíu, Lúísíana og Texas) til að segja sig úr lögum við norðurríkin og stofna sjálfstætt ríki. Hin fjögur suðurríkin bætust skömmu síðar í hópinn (Virginía, Arkansas, Norður-Karólína og Tennessee). Abraham Lincoln var þá nýkjörinn forseti. Honum var mjög í mun að halda Bandaríkjunum saman. Hann var andvígur linkind í þrælamálinu. Einkum fannst honum stafa hætta af því að ný ríki í vestanverðu landinu leyfðu þrælahald, þar eð þá gætu andstæðingar þrælahalds í norðurríkjunum orðið að minni hluta í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem hvert fylki hafði og hefur enn tvo þingmenn óháð fólksfjölda. Í fyrstu taldi Lincoln nóg að stöðva útbreiðslu þrælahalds til vesturríkjanna og leyfa þrælahaldinu í suðurríkjunum að lognast út af smám saman. Honum varð brátt ljóst að suðurríkjamenn hygðust verja hagsmuni sína af hörku. Þeir hleyptu af fyrsta skotinu í stríði sem stóð í fjögur ár, allt fyrra kjörtímabil Lincolns, og kostaði 600 þúsund mannslíf, þar á meðal líf Lincolns sjálfs þegar hann var myrtur fimm dögum eftir stríðslok.Arfleifð Lincolns Þótt Lincoln legði höfuðáherzlu á einingu ríkisins, fór hann ekki leynt með afstöðu sína til þrælahalds sem hann orðaði m.a. svo: „Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt.“ Þrælum var veitt frelsi strax að loknu stríði 1865 án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir nema í Washington þar sem þrælahöldurum voru greiddir 300 dalir á hvern þræl til málamynda. Margir töldu einsýnt frá byrjun að suðurríkin gætu ekki haft sigur í borgarastríðinu þar eð þau voru svo miklu fámennari en norðurríkin. En herir suðurríkjanna börðust nánast til síðasta manns. Þegar Bandaríkjamenn börðu sér á brjóst og sögðust aldrei hafa tapað stríði eins og sumir þeirra gerðu fram að stríðslokum í Víetnam 1975, þá var það ekki rétt af sjónarhóli suðurríkjamanna. Bandarískir blökkumenn þurftu að bíða í önnur 100 ár eftir fullum mannréttindum að lögum og búa þó margir enn í reynd við skert mannréttindi heima fyrir. Enn í dag, 150 árum síðar, eimir eftir af ósigri suðurríkjanna. Þau fylki sem þráskallast nú við að framfylgja nýrri heilbrigðistryggingalöggjöf sem kennd er við Barack Obama forseta og bætir einkum hag fátæks blökkufólks og Hæstiréttur hefur úrskurðað að standist stjórnarskrána eru flest gömul þrælaríki.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun