Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 25. ágúst 2015 09:28 Blikar fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Andri Marinó Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira