Fjölmargir fara tíu þúsund krónum fátækari heim úr miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 23:19 Eigandi þessa bíls var vafalítið óhress með glaðningin sem beið hans á framrúðunni í Laugardalnum síðdegis í gær. Vísir/KTD Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar. Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15