Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2015 20:13 Hundruð flóttamanna brutu sér leið yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu í dag og ítalska strandgæslan bjargaði tæplega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafi. Örvæntingarfullir karlar, konur og börn, mestmegnis flóttamenn frá Sýrlandi og Írak leita öryggis í vestur Evrópu og flýja nú yfirfullar flóttamannabúðir í Grikklandi. Hermenn reyndu hvað þeim gátu að stoppa fólkið við landamærin í dag en að lokum ruddist fólkið í gegnum gaddavír og varnir þeirra. Þegar yfir landamæri var komið tóku margir á rás lengra inn í Makedóníu og brugðust hermenn við með því að skjóta höggsprengjum til að stöðva för þeirra. Yfir fjörutíu þúsund flóttamenn hafa komið til Makedóníu frá því í júní. Þá bjargaði Ítalska strandgæslan tæplega þúsund flóttamönnum frá Afríku af bátum á Miðjarðarhafi í dag en rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafa drukknað á Miðjarðarhafi á þessu ári.Sjö fórustí BretlandiSjö manns fórust og einn slasaðist lífshættulega þegar herþota hrapaði á fjölda bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningu í Shoreham-By Sea í vestur Sussex í Bretlandi í dag. Flugvélin var af Hawker Hunter gerð sem er bresk orrustuþota smíðuð á sjötta áratugnum. Flugmaðurinn var að fljúga lykkju í lítilli hæð áður en hann hrapaði. Vitnum ber ekki saman um hvort flugmanninum hafi tekist að skjóta sér út úr flugvélinni. Fjórtán manns hlutu minniháttar sár.0ö Flóttamenn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hundruð flóttamanna brutu sér leið yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu í dag og ítalska strandgæslan bjargaði tæplega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafi. Örvæntingarfullir karlar, konur og börn, mestmegnis flóttamenn frá Sýrlandi og Írak leita öryggis í vestur Evrópu og flýja nú yfirfullar flóttamannabúðir í Grikklandi. Hermenn reyndu hvað þeim gátu að stoppa fólkið við landamærin í dag en að lokum ruddist fólkið í gegnum gaddavír og varnir þeirra. Þegar yfir landamæri var komið tóku margir á rás lengra inn í Makedóníu og brugðust hermenn við með því að skjóta höggsprengjum til að stöðva för þeirra. Yfir fjörutíu þúsund flóttamenn hafa komið til Makedóníu frá því í júní. Þá bjargaði Ítalska strandgæslan tæplega þúsund flóttamönnum frá Afríku af bátum á Miðjarðarhafi í dag en rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafa drukknað á Miðjarðarhafi á þessu ári.Sjö fórustí BretlandiSjö manns fórust og einn slasaðist lífshættulega þegar herþota hrapaði á fjölda bíla á þjóðvegi skammt frá flugsýningu í Shoreham-By Sea í vestur Sussex í Bretlandi í dag. Flugvélin var af Hawker Hunter gerð sem er bresk orrustuþota smíðuð á sjötta áratugnum. Flugmaðurinn var að fljúga lykkju í lítilli hæð áður en hann hrapaði. Vitnum ber ekki saman um hvort flugmanninum hafi tekist að skjóta sér út úr flugvélinni. Fjórtán manns hlutu minniháttar sár.0ö
Flóttamenn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira