Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 14:24 Sýrlensk fjölskylda á flótta við landamæri Sýrlands og Tyrklands. vísir/getty Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, segir starfsfólk þar vera í skýjunum yfir þeim mikla fjölda sjálfboðaliða sem skráð sig hefur hjá samtökunum á seinustu tveimur dögum og lýst yfir vilja til að starfa með flóttafólki sem kemur hingað til lands. „Þessi sprenging í skráningu sýnir bara að það er mikill vilji hjá Íslendingum að láta gott af sér að leiða. Fyrir það erum við ótrúlega þakklát,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir að á síðasta sólarhring hafi bæst við yfir 700 nýir sjálfboðaliðar. „Af heildarfjölda sjálfboðaliða er það aukning um 17%. Það hafa aldrei svo margir sjálfboðaliðar bæst við á jafnstuttum tíma,“ segir Björn.Gott að finna að stjórnvöld eru að vakna til lífsins Aðspurður um hvað felst í því að vera sjálfboðaliði hjá RKÍ og aðstoða flóttafólk segir hann að í því felist ekki meiri skuldbinding en viðkomandi vill. „Þetta eru fjölbreytt verkefni sem fólk getur sinnt. Það getur verið að sýna fólki hversdagslega hluti sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, eins og að kenna á strætókerfið, benda á ódýrustu matvörubúðina og kenna fólki á hvernig bankakerfið virkar.“ Björn segir að Rauði krossinn vinni ávallt með stjórnvöldum þegar kemur að móttöku flóttafólks enda sé það á endanum pólitísk ákvörðun hversu margir flóttamenn komi hingað til lands. „Það er gott að finna að stjórnvöld eru að vakna til lífsins því við hjá Rauða krossinum teljum að við gætum alveg tekið við fleiri en 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum. Við höfum sagt að við gætum tekið sama fjölda hlutfallslega og nágrannaþjóðir okkar og það væri þá fjöldi eitthvað á bilinu 800-2000 manns,“ segir Björn.Næg verkefni fyrir sjálfboðaliða nú þegarHægt er að skrá sig sem sjálfboðaliði hér. Á meðal verkefna sem sjálfboðaliðar geta tekið þátt í eru heimsóknavinir, heimanámsaðstoð og innflytjendaverkefni. Björn segir Rauða krossinn svara hverjum og einum og að starfsmenn séu nú þegar farnir á fullt í að vinna úr skráningunum. Það taki sinn tíma en það séu nú þegar næg verkefni fyrir sjálfboðaliða hvað varðar kvótaflóttamenn og hælisleitendur. Þá sé Rauði krossinn einnig kominn í samband við aðstandendur Facebook-síðunnar Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar þar sem Íslendingar hafa skrifað inn gríðarlegt magn af skilaboðum þar sem fólk býður fram alls kyns aðstoð við flóttafólk. Hér má svo skrá sig í skjal fyrir aðfangaskráningu vegna flóttamanna sem koma til Íslands.Verið að vinna úr upplýsingum í velferðarráðuneytinu Rauði krossinn á fulltrúa í svokallaðri flóttamannanefnd en samkvæmt upplýsingum frá Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni Eyglóar Harðardóttur, fundaði nefndin í hádeginu. Gríðarlegt magn skilaboða hafi borist velferðarráðuneytinu seinustu daga þar sem fólk býður fram aðstoð sína og er nú verið að vinna úr öllum þeim upplýsingum að sögn Matthíasar. Hann segir bæði einstaklinga og sveitarfélög hafa haft samband við ráðuneytið en vinnan í ráðuneytinu miðist núna við að reyna að ná utan um allan þann fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og svo hafa samband við fólk.Allir að upplifa vanmáttarkennd Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur, sem setti á stofn viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar segir viðbrögð fólks hafa bæði komið sér á óvart og þó ekki. „Það eru einhvern veginn allir að upplifa þessa vanmáttarkennd og fólk er komið með óþol fyrir því að horfa upp á þessar fréttir á hverjum degi og finnast ekkert vera gert til að bjarga bjarga mannslífum. Það er jú það sem þetta snýst um, að kunna að bjarga mannslífum og til þess þurfum við minni skriffinnsku og meiri viðbragðsflýti,“ segir Bryndís.Þarf að minnka flækjustigin í neyðarástandi Hún segir mikilvægt að finna leiðir til þess að minnka flækjustigin þegar neyðarástand á borð við það sem nú ríkir hefur skapast. „Flóttafólk á ekki að þurfa bíða í flóttamannabúðum í tvö ár eftir því að fá að koma hingað. Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því. Ef það yrði Kötlugos hér til dæmis, myndum við þá sætta okkur við að bíða hér í marga mánuði eða jafnvel ár eftir að land á borð við Danmörku myndi geta tekið við okkur út af einhverri pappírsvinnu.“ Bryndís segir að sér finnist fyrst og fremst mikilvægt að skapa þrýsting á stjórnvöld um að taka við fleiri flóttamönnum. Viðburðurinn sem hún bjó til á Facebook í gær hafi bæði falið í sér táknrænt móment og svo gagnlegar upplýsingar fyrir stjórnvöld og Rauða krossinn um það sem almenningur vill leggja af mörkum til að hjálpa flóttafólki.Uppfært klukkan 15:10: Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar var sagt frá því að nýir sjálfboðaliðar hjá RKÍ væru yfir 500. Þær tölur voru frá því í morgun en eftir hádegi höfðu 200 til viðbótar bæst við. Flóttamenn Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, segir starfsfólk þar vera í skýjunum yfir þeim mikla fjölda sjálfboðaliða sem skráð sig hefur hjá samtökunum á seinustu tveimur dögum og lýst yfir vilja til að starfa með flóttafólki sem kemur hingað til lands. „Þessi sprenging í skráningu sýnir bara að það er mikill vilji hjá Íslendingum að láta gott af sér að leiða. Fyrir það erum við ótrúlega þakklát,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann segir að á síðasta sólarhring hafi bæst við yfir 700 nýir sjálfboðaliðar. „Af heildarfjölda sjálfboðaliða er það aukning um 17%. Það hafa aldrei svo margir sjálfboðaliðar bæst við á jafnstuttum tíma,“ segir Björn.Gott að finna að stjórnvöld eru að vakna til lífsins Aðspurður um hvað felst í því að vera sjálfboðaliði hjá RKÍ og aðstoða flóttafólk segir hann að í því felist ekki meiri skuldbinding en viðkomandi vill. „Þetta eru fjölbreytt verkefni sem fólk getur sinnt. Það getur verið að sýna fólki hversdagslega hluti sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, eins og að kenna á strætókerfið, benda á ódýrustu matvörubúðina og kenna fólki á hvernig bankakerfið virkar.“ Björn segir að Rauði krossinn vinni ávallt með stjórnvöldum þegar kemur að móttöku flóttafólks enda sé það á endanum pólitísk ákvörðun hversu margir flóttamenn komi hingað til lands. „Það er gott að finna að stjórnvöld eru að vakna til lífsins því við hjá Rauða krossinum teljum að við gætum alveg tekið við fleiri en 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum. Við höfum sagt að við gætum tekið sama fjölda hlutfallslega og nágrannaþjóðir okkar og það væri þá fjöldi eitthvað á bilinu 800-2000 manns,“ segir Björn.Næg verkefni fyrir sjálfboðaliða nú þegarHægt er að skrá sig sem sjálfboðaliði hér. Á meðal verkefna sem sjálfboðaliðar geta tekið þátt í eru heimsóknavinir, heimanámsaðstoð og innflytjendaverkefni. Björn segir Rauða krossinn svara hverjum og einum og að starfsmenn séu nú þegar farnir á fullt í að vinna úr skráningunum. Það taki sinn tíma en það séu nú þegar næg verkefni fyrir sjálfboðaliða hvað varðar kvótaflóttamenn og hælisleitendur. Þá sé Rauði krossinn einnig kominn í samband við aðstandendur Facebook-síðunnar Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar þar sem Íslendingar hafa skrifað inn gríðarlegt magn af skilaboðum þar sem fólk býður fram alls kyns aðstoð við flóttafólk. Hér má svo skrá sig í skjal fyrir aðfangaskráningu vegna flóttamanna sem koma til Íslands.Verið að vinna úr upplýsingum í velferðarráðuneytinu Rauði krossinn á fulltrúa í svokallaðri flóttamannanefnd en samkvæmt upplýsingum frá Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni Eyglóar Harðardóttur, fundaði nefndin í hádeginu. Gríðarlegt magn skilaboða hafi borist velferðarráðuneytinu seinustu daga þar sem fólk býður fram aðstoð sína og er nú verið að vinna úr öllum þeim upplýsingum að sögn Matthíasar. Hann segir bæði einstaklinga og sveitarfélög hafa haft samband við ráðuneytið en vinnan í ráðuneytinu miðist núna við að reyna að ná utan um allan þann fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og svo hafa samband við fólk.Allir að upplifa vanmáttarkennd Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur, sem setti á stofn viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar segir viðbrögð fólks hafa bæði komið sér á óvart og þó ekki. „Það eru einhvern veginn allir að upplifa þessa vanmáttarkennd og fólk er komið með óþol fyrir því að horfa upp á þessar fréttir á hverjum degi og finnast ekkert vera gert til að bjarga bjarga mannslífum. Það er jú það sem þetta snýst um, að kunna að bjarga mannslífum og til þess þurfum við minni skriffinnsku og meiri viðbragðsflýti,“ segir Bryndís.Þarf að minnka flækjustigin í neyðarástandi Hún segir mikilvægt að finna leiðir til þess að minnka flækjustigin þegar neyðarástand á borð við það sem nú ríkir hefur skapast. „Flóttafólk á ekki að þurfa bíða í flóttamannabúðum í tvö ár eftir því að fá að koma hingað. Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því. Ef það yrði Kötlugos hér til dæmis, myndum við þá sætta okkur við að bíða hér í marga mánuði eða jafnvel ár eftir að land á borð við Danmörku myndi geta tekið við okkur út af einhverri pappírsvinnu.“ Bryndís segir að sér finnist fyrst og fremst mikilvægt að skapa þrýsting á stjórnvöld um að taka við fleiri flóttamönnum. Viðburðurinn sem hún bjó til á Facebook í gær hafi bæði falið í sér táknrænt móment og svo gagnlegar upplýsingar fyrir stjórnvöld og Rauða krossinn um það sem almenningur vill leggja af mörkum til að hjálpa flóttafólki.Uppfært klukkan 15:10: Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar var sagt frá því að nýir sjálfboðaliðar hjá RKÍ væru yfir 500. Þær tölur voru frá því í morgun en eftir hádegi höfðu 200 til viðbótar bæst við.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Þrjú sýrlensk flóttabörn hurfu af spítala Börnin voru til meðferðar á spítala í Austurríki ásamt fjölskyldum sínum. 30. ágúst 2015 15:02
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58