Innlent

Bjarni kallaði sig IceHot1 á Ashley Madison

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson skartar ögrandi notendanafni á Ashley Madison.
Bjarni Benediktsson skartar ögrandi notendanafni á Ashley Madison. visir/ernir
Samkvæmt heimildum Vísis er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skráður á vefinn Ashley Madisson undir notendanafninu IceHot1. Sá notandi er svo skráður til heimilis að Bradenton 10 34201 1, Flórída. En, það mun vera heimilisfang föður Bjarna í Bandaríkjunum.

Yfirlýsing sem Þóra Margrét Baldvinsdóttir, kona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, á Facebook, þess efnis að þau hjónin hafi skráð sig fyrir forvitnisakir á framhjáhaldsvefinn Ashley Madisson, hefur vakið mikla athygli. Þóra Margrét segir að þau hafi heyrt um þennan vef fyrir sjö árum eða árið 2008. Í framhaldi skoðuðu þau vefinn en til þess „þurfti að fylla út þar til gert form, skrá netfang, erlent póstnúmer og fleira sem við gerðum í algjörum hálfkæringi og af léttúð.

Við höfum aldrei síðan farið inn á þennan vef. Það var aldrei greitt fyrir skráningu eða aðgang að vefnum. Þessi heimsókn hefur ekki leitt til samskipta við nokkurn mann, hvað þá trúnaðarbrots af neinum toga.“

Vefurinn virkar þannig að ekkert skráningargjald er á vefinn en karlmenn þurfa að borga fyrir að senda konum skilaboð og lesa skilaboð frá þeim, en konur þurfa ekkert að borga slíkt gjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×