Innlent

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í beinni á Vísi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína í kvöld. Vísir/VAlli
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefjast klukkan 19.40 í kvöld og verður sýnt beint frá þeim hér á Vísi.

Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að umræðurnar skiptist í þrjár umferðir.

Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum eftirfarandi:

Framsóknarflokkur,

Samfylkingin,

Vinstri hreyfingin – grænt framboð,

Sjálfstæðisflokkur,

Björt framtíð,

Píratar.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrstu umferð, í annarri Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daðason, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Árni Páll Árnason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Katrín Júlíusdóttir, 11. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 9. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Steinunn Þóra Árnadóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Jón Gunnarsson, 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Sigríður Á. Andersen, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Brynhildur Pétursdóttir, 10. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Guðmundur Steingrímsson, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Pírata tala í fyrstu umferð Birgitta Jónsdóttir, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×