Hallbera: Það er partí í rútunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 22:34 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/auðunn níelsson Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01
Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15