Vatnavextir gera veiðimönnum erfitt um vik Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2015 20:54 Miklir vatnavextir hafa verið í ánum á vesturlandi sökum mikillar úrkomu og það gerir veiðimönnum erfitt um vik. Það er ýmist í ökkla eða eyra þegar kemur að úrkomuóskum veiðimanna en haustrigningar eru gjarnan mjög vel þegnar því þeim fylgir hækkandi vatn og við það fer laxinn gjarnan af stað og takan verður oft feyknagóð. Sumar ár bókstaflega gera út á þessar rigningar eins og Stóra Laxá en það er vel þekkt að þegar hún fær fyrstu stóru úrkomuna koma oft ansi stórar göngur upp í hana og lok ágúst eða byrjun september er yfirleitt tíminn sem þetta er að gerast. Rigningarnar síðustu daga á vesturlandi eru þó langt umfram það sem óskað var eftir og hefur þetta úrhelli hleypt miklum vatnavöxtum í árnar og gert margar þeirra óveiðandi. Fari þær ekki í lit hækka þær mikið, sumar tvöfalda sig og gott betur, en eru þó veiðanlegar þó laxinn liggji ekki á sýnum venjulegu stöðum. Það þarf aðeins að hafa fyrir því að lesa vatnið rétt og yfirleitt þegar það er gert vel lætur árangurinn ekki á sér standa. Lykilatriði er að horfa í lygna bletti í kringum hraða vatnið og eins á löngum breiðum að færa sig neðar en laxinn er vanur að taka. Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði
Miklir vatnavextir hafa verið í ánum á vesturlandi sökum mikillar úrkomu og það gerir veiðimönnum erfitt um vik. Það er ýmist í ökkla eða eyra þegar kemur að úrkomuóskum veiðimanna en haustrigningar eru gjarnan mjög vel þegnar því þeim fylgir hækkandi vatn og við það fer laxinn gjarnan af stað og takan verður oft feyknagóð. Sumar ár bókstaflega gera út á þessar rigningar eins og Stóra Laxá en það er vel þekkt að þegar hún fær fyrstu stóru úrkomuna koma oft ansi stórar göngur upp í hana og lok ágúst eða byrjun september er yfirleitt tíminn sem þetta er að gerast. Rigningarnar síðustu daga á vesturlandi eru þó langt umfram það sem óskað var eftir og hefur þetta úrhelli hleypt miklum vatnavöxtum í árnar og gert margar þeirra óveiðandi. Fari þær ekki í lit hækka þær mikið, sumar tvöfalda sig og gott betur, en eru þó veiðanlegar þó laxinn liggji ekki á sýnum venjulegu stöðum. Það þarf aðeins að hafa fyrir því að lesa vatnið rétt og yfirleitt þegar það er gert vel lætur árangurinn ekki á sér standa. Lykilatriði er að horfa í lygna bletti í kringum hraða vatnið og eins á löngum breiðum að færa sig neðar en laxinn er vanur að taka.
Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði