Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 19:15 vísir/auðunn níelsson Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira