Hjálparstarf kirkjunnar brýnir fyrir stjórnvöldum að virða mannréttindi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 16:44 Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. „Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Fólkið er að deyja við bæjardyrnar – Evrópskt samfélag verður að bregðar við núna”. Þetta er yfirskrift yfirlýsingar sem framkvæmdastjórar kirkjutengdra hjálparstofnanna á Norðurlöndunum sendu á dögunum frá sér tilkynningu vegna flóttamannavandans í Evrópu. Framkvæmdastjórarnir funduðu í danska bænum Hróarskeldu í lok ágústmánaðar og sendu yfirlýsinguna frá sér í lok fundarins. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir sem leiðtogar hjálparstofnana sem starfa á grunni kristinna gilda teljum brýnt að evrópskt samfélag bregðist tafarlaust við neyð flóttafólks. Nú reyni á að orðum fylgi athafnir.Verðum að axla ábyrgð Evrópubúar séu í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Flóttafólki því sem nú streymir til Evrópu verði að koma til aðstoðar. Fólk sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verði að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks. Stöðugt þyngri straumur flóttafólks til Evrópu er afleiðing fátæktar og stríðsátaka. Evrópubúar verði að taka höndum saman og veita aðstoð. Að reisa girðingar og loka fólk úti sé engin lausn. Vandinn verður hins vegar ekki leystur nema með því að ráðast að rótum hans. Norrænar kirkjutengdar hjálparstofnanir eru staðráðnar í að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld svo þau efli virðingu fyrir mannréttindum. Þær munu halda áfram neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu og leggja áherslu á að aðstæður skapist þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að að yfirgefa heimkynni sín. „Þótt við búum á eyju í Norðurhafi verðum við að axla ábyrgð og gera það sem við getum til að taka á móti flóttafólki. Það skelfilega ástand sem nú ríkir er líka áminning um að auka þarf fjármagn til þróunarsamvinnu. Með því að bæta ástandið á þeim svæðum sem fólk er að flýja frá er tekist á við rót vandans. Að draga úr þróunarsamvinnu í þessu ástandi er í raun að skjóta sig í fótinn,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Þúsundir flóttamanna bíða á brautarstöð Lögreglan í Búdapest fylgist með en sjálfboðaliðar gefa mat og föt. Í Bretlandi segist David Cameron vilja koma á friði í Sýrlandi frekar en að taka við fleiri flóttamönnum. 3. september 2015 07:00
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Hvað kostar að taka á móti flóttamanni? Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4-5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. 3. september 2015 07:00