Klassísk með smá „fútti“ Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. september 2015 13:00 Ási Már Friðriksson fatahönnuður (t.v.) kynnti nýja herralínu á dögunum undir heitinu ASI MAR. Myndir/Íris Dögg Einarsdóttir „Ég ákvað að hætta að kvarta yfir því að finna aldrei nein föt á sjálfan mig sem mér líkaði og hanna þau bara sjálfur,“ segir Ási Már Friðriksson fatahönnuður. Ási kynnti glænýja herralínu á dögunum undir merkinu ASI MAR.Ási er einn þeirra hönnuða sem standa að Tískubúðinni P3, Miðstræti 12 við Skálholtsstíg, og fyrst um sinn fæst línan þar en ætlunin er að koma línunni í fleiri verslanir þegar fram líða stundir. Ási segir þessa fyrstu línu smáa í sniðum. „Ég hef aðallega hannað kvenfatnað fram að þessu og þar getur maður leyft sér miklu meira þegar kemur að stærð og sniðum. Við vinnslu herralínunnar setti ég mér ákveðið form til að vinna inn í, sem er skemmtileg tilbreyting. Ég vildi líka finna út úr því í hvaða átt ég vildi fara með þessa fyrstu línu og einbeitti mér að efri pörtum. Ég hélt lítið boð hér á vinnustofunni í P3 um daginn fyrir þá nánustu, til að koma og skoða fatnaðinn. Viðbrögðin við línunni voru góð og fyrsti hluti framleiðslunnar fór hratt. Ég á von á seinna hollinu fljótlega. Sniðin eru klassísk herrasnið, aðsniðnar skyrtur, stuttermabolir og peysa.Ég vildi gera aðgengileg föt, klæðileg og klassísk en þó með svolítilli leikgleði. Mér finnst hana oft vanta. Það má ekki taka hlutina of alvarlega.” Leikgleðina má sjá í munstrum og grafík. Ási vinnur sjálfur munstrin og lætur prenta þau á hefðbundin skyrtuefni fyrir sig erlendis. Munstrin sækir hann í plönturíkið. „Ég var í miklum vorfíling þegar ég vann línuna og nota því mikið plöntumunstur og blóm og vann einnig grafík með munstrunum. Ég er þegar farinn að huga að vetrarlínunni. Þá verða munstrin miklu grafískari og mínímalískari. Vetrarlínan verður einnig dekkri, og hún verður eitthvað stærri og meira úrval. Þetta er fatnaður sem mig myndi sjálfan langa í, klassískur en með smá fútti í.“Orri Helgason frá Eskimo sat fyrir á myndunum fyrir ASI MAR.Um förðun sá Diego Batista og Steinunn Ósk sá um hárgreiðslu.Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir. Tengdar fréttir ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég ákvað að hætta að kvarta yfir því að finna aldrei nein föt á sjálfan mig sem mér líkaði og hanna þau bara sjálfur,“ segir Ási Már Friðriksson fatahönnuður. Ási kynnti glænýja herralínu á dögunum undir merkinu ASI MAR.Ási er einn þeirra hönnuða sem standa að Tískubúðinni P3, Miðstræti 12 við Skálholtsstíg, og fyrst um sinn fæst línan þar en ætlunin er að koma línunni í fleiri verslanir þegar fram líða stundir. Ási segir þessa fyrstu línu smáa í sniðum. „Ég hef aðallega hannað kvenfatnað fram að þessu og þar getur maður leyft sér miklu meira þegar kemur að stærð og sniðum. Við vinnslu herralínunnar setti ég mér ákveðið form til að vinna inn í, sem er skemmtileg tilbreyting. Ég vildi líka finna út úr því í hvaða átt ég vildi fara með þessa fyrstu línu og einbeitti mér að efri pörtum. Ég hélt lítið boð hér á vinnustofunni í P3 um daginn fyrir þá nánustu, til að koma og skoða fatnaðinn. Viðbrögðin við línunni voru góð og fyrsti hluti framleiðslunnar fór hratt. Ég á von á seinna hollinu fljótlega. Sniðin eru klassísk herrasnið, aðsniðnar skyrtur, stuttermabolir og peysa.Ég vildi gera aðgengileg föt, klæðileg og klassísk en þó með svolítilli leikgleði. Mér finnst hana oft vanta. Það má ekki taka hlutina of alvarlega.” Leikgleðina má sjá í munstrum og grafík. Ási vinnur sjálfur munstrin og lætur prenta þau á hefðbundin skyrtuefni fyrir sig erlendis. Munstrin sækir hann í plönturíkið. „Ég var í miklum vorfíling þegar ég vann línuna og nota því mikið plöntumunstur og blóm og vann einnig grafík með munstrunum. Ég er þegar farinn að huga að vetrarlínunni. Þá verða munstrin miklu grafískari og mínímalískari. Vetrarlínan verður einnig dekkri, og hún verður eitthvað stærri og meira úrval. Þetta er fatnaður sem mig myndi sjálfan langa í, klassískur en með smá fútti í.“Orri Helgason frá Eskimo sat fyrir á myndunum fyrir ASI MAR.Um förðun sá Diego Batista og Steinunn Ósk sá um hárgreiðslu.Myndirnar tók Íris Dögg Einarsdóttir.
Tengdar fréttir ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
ASI MAR kynnt með pompi og prakt Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson kynnti nýtt herramerki sitt í gær. 24. júlí 2015 19:11