Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. september 2015 20:36 Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45
Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30