Hvetja Íslendinga til að taka á móti fleiri Sýrlendingum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. september 2015 20:36 Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Sýrlensk hjón sem flúðu loftárásir og borgarastyrjöld í heimalandi sínu segja mikilvægt fyrir Íslendinga að taka öðrum sýrlenskum flóttamönnum opnum örmum. Þau eiga sér þá ósk heitasta að hitta fjölskyldur sínar á ný.Hjónin Yousef og Nisreen komu til Íslands 29. janúar síðastliðinn. Þau eru kvótaflóttamenn og komu ásamt þrettán öðrum. Synir þeirra eru Mohammad Ali og Khaled. Yousef og Nisreen flúðu heimili sitt í stríðshrjáðu stórborginni Aleppo í janúar 2013. Í skugga nætur, þegar orrustuþotur vörpuðu sprengjum á borgaraleg skotmörk, flúði fjölskyldan og hélt í átt að landamærunum að Tyrklandi. Aðeins Yousef var með vegabréf. Það var á þessum tímapunkti sem bakarinn Yousef og húsmóðirinn Nisreen gerðust flóttafólk. „Tveggja klukkustunda akstur að landamærunum að Tyrklandi tók tíu klukkustundir þessa nótt. Sýrlenski flugherinn var að varpa sprengjum á borgina. Þetta var einfaldlega of hættulegt fyrir okkur. Nágrannar okkar og við flúðum um nóttina. Þetta er hættulegt og við óttuðumst um líf okkar og barnanna,“ segir Yousef. Hjónin sóttu um hæli í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar og Ísland svaraði kallinu. Í fyrstu hafi verið erfitt að aðlagast lífinu á Íslandi. „Auðvitað, af því að það er friður á Íslandi þá er lífið betra. Okkur gengur mjög vel. Við erum að aðlagast samfélaginu og það gengnur vel,“ segir Nisreen. Yousef og Nisreen tóku ekkert með sér frá Sýrlandi. Engar ljósmyndir, engin leikföng. Þau sögðu jafnframt skilið við fjölskyldur sínar. Nisreen segist sagna föðurs síns sem enn er í Aleppo. „Við styðjum Íslendinga í því að taka á móti fleiri Sýrlendingum. Staða þeirra er hræðileg. Það eru engin sjúkrahús. Enginn matur og fólkið sveltur.“ „Stríðinu lýkur ekki á næstunni. Miðað við fréttir frá Sýrlandi þá mun stríðið vara lengi. Þess vegna hvetjum við íslensk yfirvöld og öll evrópsk ríki til að rétta út hjálparhönd til sýrlensku þjóðarinnar og hjálpa þeim að flýja landið og upplifa frið.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45 Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Eitt stærsta úrlausnarefni samtímans“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það hve mörgum flóttamönnum Íslendingar taki við, leysi ekki vandann. 31. ágúst 2015 10:45
Bitin af rottu þegar hún var á flótta með fjölskyldunni Biljana Boloban og Jovana Pavlovic komu báðar hingað til lands í kringum árið 2000 með fjölskyldum sínum sem flúðu stríðsástand á Balkanskaga. 31. ágúst 2015 21:55
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30