God Of War III Remastered: Kratos er ennþá reiður Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2015 11:45 Spartverjinn Kratos og grísku guðirnir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Spartverjinn Kratos hefur aldrei farið yfir vegginn þar sem hann er lægstur. Lokakafli sögunnar um Kratos var nýverið uppfærður fyrir nýjustu kynslóð leikjatölva. Graffíkin var uppfærð, upplausnin hækkuð í 1080p og fjöldi ramma á sekúndu hækkaður, svo eitthvað sé nefnt. Eftir þessar breytingar lítur hefnd hans gegn guðunum á Olympus vel út og þar að auki virðist leikurinn töluvert blóðugri. Leikurinn byrjar á sama stað og God Of War II endaði. Þar sem Kratos hefur gengið til liðs við títanana og saman eru þeir að gera árás á Olympus.Hinn klassíski hasar í God Of War leikjunum er auðvitað enn til staðar og sama má segja um þrautirnar sem nauðsynlegt er að leysa. Að nánast öllu leyti er um sama leikinn að ræða og það er ekki hægt að fá á tilfinninguna að leikurinn hafi verið hannaður fyrir PS4 og Xbox One. Uppfærslurnar ná ekki því stigi sem nýir leikir eru á. God Of War III Remastered er þó skemmtilegur að spila og það er eitthvað skringilega uppfyllandi við það að berjast við guði forn-Grikkja og berja þá úr hásætum sínum. Bardagarnir eru skemmtilegir og oft á tíðum erfiðir. Þá er hægt að setja spurningamerki við þá ákvörðun að velja God Of War III til að endurgera. Fyrir nýja leikmenn, sem ekki hafa spilað fyrsta né annann leikinn, gæti verið ruglingslegt að koma inn í lokakaflann. Fyrsti leikurinn kom út árið 2005 og sá næsti árið 2007. Þar að auki komu nokkrir aukaleikir inn á milli. Því er skiljanlegt að nýir spilarar átti sig ekki alveg á sögunni í byrjun. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Spartverjinn Kratos hefur aldrei farið yfir vegginn þar sem hann er lægstur. Lokakafli sögunnar um Kratos var nýverið uppfærður fyrir nýjustu kynslóð leikjatölva. Graffíkin var uppfærð, upplausnin hækkuð í 1080p og fjöldi ramma á sekúndu hækkaður, svo eitthvað sé nefnt. Eftir þessar breytingar lítur hefnd hans gegn guðunum á Olympus vel út og þar að auki virðist leikurinn töluvert blóðugri. Leikurinn byrjar á sama stað og God Of War II endaði. Þar sem Kratos hefur gengið til liðs við títanana og saman eru þeir að gera árás á Olympus.Hinn klassíski hasar í God Of War leikjunum er auðvitað enn til staðar og sama má segja um þrautirnar sem nauðsynlegt er að leysa. Að nánast öllu leyti er um sama leikinn að ræða og það er ekki hægt að fá á tilfinninguna að leikurinn hafi verið hannaður fyrir PS4 og Xbox One. Uppfærslurnar ná ekki því stigi sem nýir leikir eru á. God Of War III Remastered er þó skemmtilegur að spila og það er eitthvað skringilega uppfyllandi við það að berjast við guði forn-Grikkja og berja þá úr hásætum sínum. Bardagarnir eru skemmtilegir og oft á tíðum erfiðir. Þá er hægt að setja spurningamerki við þá ákvörðun að velja God Of War III til að endurgera. Fyrir nýja leikmenn, sem ekki hafa spilað fyrsta né annann leikinn, gæti verið ruglingslegt að koma inn í lokakaflann. Fyrsti leikurinn kom út árið 2005 og sá næsti árið 2007. Þar að auki komu nokkrir aukaleikir inn á milli. Því er skiljanlegt að nýir spilarar átti sig ekki alveg á sögunni í byrjun.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira