„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2015 10:30 Sýrlenskur faðir heldur á syni sínum en þeir feðgar eru nýkomnir til Þýskalands eftir langt ferðalag. vísir/getty Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur, Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. Gríðarlega mikill fjöldi Íslendinga hefur boðist til að aðstoða þá flóttamenn sem myndu koma hingað til lands og hefur fólk boðið fram alls konar aðstoð, allt frá félagslegum stuðningi yfir í heilu húsin. Alls eru yfir 12 þúsund manns búnir að merkja sig inn á viðburðinn Kæra Eygló Harðar en eitthvað færri hafa skrifað formleg innlegg þar sem þeir bjóða fram aðstoð. Miðlar á borð við Guardian, Telegraph og Time hafa fjallað um málið á fréttavefjum sínum. Í umfjöllun Telegraph er meðal annars sagt frá Heklu Stefánsdóttur, einstæðri móður, sem skrifaði til Eyglóar að hún vildi gjarnan taka að sér barn á flótta. Þá er vitnað í orð Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um að yfirvöld vilji gjarnan taka á móti fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem nú þegar hefur verið ákveðið að taka á móti. Þá er einng fjallað um málið á vef The Daily Star í Líbanon, á vef The Malaysian Insider í Malasíu og á vef Dunya News í Pakistan. Það er því deginum ljósara að góðvild Íslendinga í garð flóttamanna hefur vakið athygli víða um heim en Vísir greindi frá því í gær að meðal annars hafi orðið sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum um helgina í kjölfar þess að Íslendingar fóru að skrifa á Facebook til félagsmálaráðherra. Vinna stendur nú yfir bæði hjá Rauða krossinum og velferðarráðuneytinu við að taka saman og reyna að ná utan um allan þann mikla fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og greina hvers konar hjálp almenningur er viljugur til að veita. Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur, Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. Gríðarlega mikill fjöldi Íslendinga hefur boðist til að aðstoða þá flóttamenn sem myndu koma hingað til lands og hefur fólk boðið fram alls konar aðstoð, allt frá félagslegum stuðningi yfir í heilu húsin. Alls eru yfir 12 þúsund manns búnir að merkja sig inn á viðburðinn Kæra Eygló Harðar en eitthvað færri hafa skrifað formleg innlegg þar sem þeir bjóða fram aðstoð. Miðlar á borð við Guardian, Telegraph og Time hafa fjallað um málið á fréttavefjum sínum. Í umfjöllun Telegraph er meðal annars sagt frá Heklu Stefánsdóttur, einstæðri móður, sem skrifaði til Eyglóar að hún vildi gjarnan taka að sér barn á flótta. Þá er vitnað í orð Eyglóar Harðardóttur, félagsmálaráðherra, um að yfirvöld vilji gjarnan taka á móti fleiri flóttamönnum en þeim 50 sem nú þegar hefur verið ákveðið að taka á móti. Þá er einng fjallað um málið á vef The Daily Star í Líbanon, á vef The Malaysian Insider í Malasíu og á vef Dunya News í Pakistan. Það er því deginum ljósara að góðvild Íslendinga í garð flóttamanna hefur vakið athygli víða um heim en Vísir greindi frá því í gær að meðal annars hafi orðið sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum um helgina í kjölfar þess að Íslendingar fóru að skrifa á Facebook til félagsmálaráðherra. Vinna stendur nú yfir bæði hjá Rauða krossinum og velferðarráðuneytinu við að taka saman og reyna að ná utan um allan þann mikla fjölda sem boðið hefur fram aðstoð sína og greina hvers konar hjálp almenningur er viljugur til að veita.
Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58