Innlent

Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir að ríkisstjórnin kynni „töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ varðandi móttöku flóttamanna á morgun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.

„Fyrst þurfum við að klára vinnuna í [ráðherra]nefndinni – hún gæti klárast núna í kvöld. Svo verður ríkisstjórnarfundur á morgun – aukaríkisstjórnarfundur – til að fjalla meðal annars um þetta. Eftir þann fund á ég von á að við getum kynnt eitthvað,“ segir ráðherrann.

Sigmundur Davíð segir það hafa verið grundvallaratriði í allri þessari vinnu að líta á heildarumfang vandans, það er ekki bara kvótaflóttamenn heldur líka flóttamenn sem koma með öðrum hætti og fólk sem sé enn í flóttamannabúðum í eða við Sýrland og stöðu þess. „Það verður því reynt að taka á þessu öllu.“

Þá segir hann að ráðherranefndin um flóttamannamál muni halda áfram störfum eftir að aðgerðar verða kynntar.


Tengdar fréttir

ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu

Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×