Líkamsárásarmál fær endurupptöku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 11:18 Maðurinn var sakfelldur fyrir að berja í bílrúðu með hafnaboltakylfu með þeim afleiðingum að fórnarlambið er nær sjónlaust í dag. Myndin er úr safni og tengist málinu óbeint. vísir/getty Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni fimmtugs karlmanns um endurupptöku á máli hans en þann 30. apríl þess árs var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Ástæðan fyrir endurupptökunni er sú að meðferð máls mannsins fyrir Hæstarétti var verulega ábótavant. Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni. Árásin átti sér stað í Hafnarfirði í september 2010. Hannibal sló með hafnaboltakylfu í rúðu bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í augu fórnarlambsins. Brotaþoli málsins er blindur á öðru auga og með fimmtungs sjón á hinu eftir árásina. Áður hafi fórnarlambið unnið fyrir Hannibal en hann sakaði það meðal annars um að hafa stolið verkfærum af sér. Brotaþoli bar því við fyrir dómi að eftir árásina hafi maðurinn haldið áfram að áreita sig og fjölskyldu sína. Endurupptökubeiðandi í málinu var starfandi í Noregi á þeim tíma er héraðsdómur kvað upp dóm sinn. Hann hafi haft áhuga á að fara yfir stöðuna áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um það. Dómur héraðsdóms hafði verið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi en dómur Hæstaréttar hljómaði hins vegar upp á óskilorðsbundinn dóm. Í gögnum málsins er að finna ódagsetta yfirlýsingu um áfrýjun sem endurupptökubeiðandi skrifaði aldrei undir. Einnig bar hann því við að þar sem hann hefði ekki verið á Íslandi er dómurinn var kveðinn upp hafi honum aldrei verið birtur dómurinn formlega. Samkvæmt því sem fram kemur í úrskurði endurupptökunefndarinnar vissi maðurinn ekki af því að verið væri að reka mál hans fyrir Hæstarétti og frétti hann af dómi hans frá þriðja aðila. „Fyrirliggjandi eru í málinu gögn sem gefa til kynna að endurupptökubeiðanda hafi verið kunnugt um dóm héraðsdóms og hafi haft hug á áfrýjun. Í ljósi þess hve afdráttarlaust er kveðið á um framkvæmd birtingar, tilkynningu um áfrýjun og tilnefningu verjanda ef um slíka á að vera að ræða, nægja þessar vísbendingar á hinn bóginn ekki gegn mótmælum endurupptökubeiðanda til þess að fullyrt verði að ákvæðum laga sé fullnægt í þessum efnum,“ segir orðrétt í úrskurðarorðum nefndarinnar. Var því, líkt og áður hefur komið fram, fallist á beiðni um endurupptöku.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira