Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Una Sighvatsdóttir skrifar 15. september 2015 19:45 Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga. Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Evrópusambandið stendur ráðþrota frammi fyrir vaxandi flóttamannastraumi en kanslarar Þýskalands og Austurríkis kölluðu í dag eftir allsherjarfundi um málið í næstu viku. Hundruð flóttamanna bíða nú á landamærum Serbíu, eftir að leiðinni til Ungverjalands var alfarið lokað á miðnætti í gær. Vandinn er þó enn umfangsmeiri í nágrannaríkjum Sýrlands, meðal annars Tyrklandi, þar sem Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Evrópuráðsþingsins, kynntu sér málin í landamæraborginni Gaziantep í dag. Þau sitja bæði í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál sem unnið hefur að heildarendurskoðun útlendingalaganna og er ferðin liður í þeirri vinnu. „Við hittum borgarstjórann hér í Gaziantep áðan og hún talaði um að það væru 400.000 flóttamenn frá Sýrlandi í borginni og héraðinu hennar. Það er meira en helmingi fleiri en eru í Evrópu. Stóru vandamálin eru náttúrulega hér í nágrannaríkjunum," segir Óttarr og bætir við að ástandið sé jafnvel enn erfiðara í Líbanon og Jórdaníu.Mikill fjöldi barna er í flóttamannabúðunum sem þau Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir heimsóttu í Tyrklandi í dag.Erfið upplifun að ganga inn í búðirnar Í morgun heimsóttu þingmennirnir búðir þar sem flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu dvelst, það er aldraðir og fatlaðir, einstæðir foreldrar og börn. Íslensk stjórnvöld horfa einmitt til þess að fá hingað fólk sem telst í viðkvæmri stöðu. „Jú það hefur verið horft til þess. Það er náttúrulega málið að þeir sem komast lengst, þeir sem komast upp til Evrópu, það eru þeir sem geta gengið eða komið sér þangað. Hinir verða eftir og komast ekki lengra, þannig að það er mikill vandi," segir Óttarr. Í búðunum búa um 50.000 flóttamenn. Óttarr segir það hafa verið skrýtið fyrir Íslending að ganga þar inn. „Það var náttúrulega mjög erfið upplifun. Þetta var einhvern veginn svo skrýtið að upplifa fólk í svona vonlausri stöðu, eða vonlítilli stöðu. Að upplifa það. En auðvitað er maður líka búinn að undirbúa sig andlega, einhvern veginn." Vilja komast heim í frið Hann bætir við að það hafi engu að síður verið upplífgandi að hitta fólkið sjálft. „Það var þrátt fyrir allt heilmikil von hjá fólki, og menn eru þakklátir. Maður finnur það líka hér í Tyrklandi að menn líta á Sýrlendinga sem gesti og sjálfa sig sem gestgjafa. Þeir horfa á þetta sem í raun og veru sjálfsagðan hlut að gera sitt besta og maður fann það líka á fólkinu í búðunum að það upplifði það þannig að það væri verið að gera eins vel fyrir þau og hægt væri. En hinsvegar heyrði maður það líka, að vonin dofnar þegar árin líða. Þau tala um að auðvitað langar þau að fara heim í frið, en það er ekki í augsýn." Þótt hraður veldisvöxtur hafi orðið í straumi flóttafólks til Evrópu á síðustu vikum er vandinn ekki nýr fyrir Tyrki. „Þau tala líka um það hérna að framan af hafi fólk komið og haldið að þetta yrði tímabundið, kannski í vikur eða mánuði. Síðan fara að verða liðin 5 ár síðan bylgjan reið yfir þanig að nú er þetta orðið lengra vandamál. Talað er um það hérna að það séu kannski 20.000 börn sem eru ekki með skólavist. Það er náttúrulega vandamál ekki bara í dag heldur til framtíðar. Það er hætta á týndri kynslóð," segir Óttarr. Þingmennirnir munu kynna stöðu mála fyrir kollegum sínum og innanríkisráðuneytinu þegar þau snúa aftur heim til Íslands og segist Óttarr vona að heimsóknin verði gott innlegg í alla vinnu sem snýr að málefnum útlendinga.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Eigum alltaf meira en fólk sem á ekki neitt“ Íslenskir læknanemar í Debrecen hafa lagt sitt af mörkum við að aðstoða flóttafólk, en ungversk stjórnvöld hyggjast loka landamærunum fyrir flóttafólki í kvöld. 14. september 2015 20:30
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent