Sport

Gatlin sigraði demantamótaröðina í 100 metra hlaupi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gatlin gerir sig tilbúinn.
Gatlin gerir sig tilbúinn. vísir/getty
Justlin Gatlin, spretthlauparinn knái, tryggði sér í gærkvöldi demantamótaröðstitilinn í 100 metra hlaupi karla eftir að hann vann síðasta hlaup ársins sem fram fer í Brussel í Belgíu.

Hann hljóp á 9,98 sekúndum í síðasta hlaupinu í gær, en Katarbúinn Femi Ogunode hljóp á sama tíma og Gatlin. Jimmy Vicaut var þriðji á 9,99, en Briton Chijindu Ujah var fjórði á 10,19.

Gatlin varð því samanlagður meistari í 100 metra hlaupinu á tímabilinu, en Jamaíkumaðurinn Usain Bolt ákvað að taka sér frí í stað þess að taka þátt í matinu. Gatlin þurfti að lúta í gras fyrir Bolt á heimsmeistaramótinu fyrr í sumar.

Hinn ameríski Gatlin hljóp á sínum besta tíma í 100 metra og 200 metra hlaupi á þessu tímabili og endaði því sem demantamótsmeistari í 100 metra hlaupi. Gatlin ætlaði einnig að taka þátt í 200 metra hlaupinu í Brussel, en hætti við á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×