Þessi nýjasti iPhone er með talsvert miklar nýjungar. Síminn er með þrívíddasnertiskjár sem skynjar ekki lengur bara snertingu heldur líka hvers konar snertingu.
Skjárinn er búinn nýjum þrýstinema sem skynjar af hve miklu afli skjárinn er snertur. Með því að ýta þéttar á skjáinn er ítarlegri virkni virkjuð með ýmsum hætti, til dæmis hægt að skoða skilaboð með því að halda þrýstingnum á skjánum en áður þurfti nokkra smelli til að opna og loka skilaboðum.
Síminn lærir líka að þekkja snertingar eiganda síns og leggur á minnið reglubundnar hreyfingar. Þá er myndavél nýja símans 12 megapixla en var áður 8 megapixlar í forveranum iPhone 6. Sjá nánar um símann hér.
Þá fara þátttakendur í pott sem dregið verður úr þann 15. október. Í boði verður rósrauður 64GB iPhone 6s.