Fær leiðréttingu þrátt fyrir að hafa aldrei átt fasteignina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 12:48 Frá fundinum í Hörpu er forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilkynntu um leiðréttinguna. Þeir tengjast fréttinni ekki að öðru leiti en því að hafa komið leiðréttingunni á fót. vísir/gva Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00