Fær leiðréttingu þrátt fyrir að hafa aldrei átt fasteignina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 12:48 Frá fundinum í Hörpu er forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilkynntu um leiðréttinguna. Þeir tengjast fréttinni ekki að öðru leiti en því að hafa komið leiðréttingunni á fót. vísir/gva Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00