Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:20 Martin Winterkorn. Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent
Þegar Martin Winterkorn steig af stóli forstjóra Volkswagen í gær var honum í leiðinni tryggð 4 milljarða króna eftirlaun frá þýska bílaframleiðandanum, en samningur þess efnis var þegar á borðinu. Þau gæti samt orðið talsvert hærri, allt eftir því hvernig stjórn Volkswagen metur brotthvarf hans. Hann á rétt á bónusum eftir árangri Volkswagen, sem þurrkast út ef að brottvikningu hans verður af eigin ákvörðunum. Því fer það eftir því hvernig brotthvarf hans verður skilgreint, en það munu rannsóknir leiða í ljós. Því hlýtur það að fara eftir því hvort hann vissi af dísilvélasvindlinu eða ekki hvort hann á rétt á þessum greiðslum. Ef hann vissi ekki af þeim var brotthvarf hans úr forstjórastóli ekki af hans völdum. Winterkorn hefur sagt að hann hafi ekki vitað af þessu svindli og ef það reynist rétt þykknar enn í veski hans á elliárunum, en hann er nú 68 ára.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent