Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 10:03 Dísilvél frá Volkswagen. Það voru tveir prófessorar og tveir nemendur í West Virgina háskólanum í Bandaríkjunum sem uppgötvuðu dísilvélasvindl Volkswagen í fyrra. Markmið þeirra var að kanna að sönnu þann útblástur sem stafaði af evrópskum dísilbílum sem seldir voru í landinu. Þeir voru útbúnir hátæknibúnaði sem gat mælt útblásturinn í hefðbundnum akstri. Völdu þeir 3 bílgerðir til prófana, Volkswagen Jetta, Volkswagen Passat og BMW X5. Óku þeir bílunum langar vegalengdir, engum þeirra minna en 1.500 mílur, eða 2.400 kílómetra og Volkswagen Passat bílnum óku þeir 3.200 km. Þegar akstrinum var lokið voru þeir forviða yfir útblæstri bílanna, ekki síst Passat bílsins sem átti að vera útbúinn fullkomasta búnaðinum til að hindra NOx útblástur. Hann mældist hinsvegar með 20 sinnum meiri útblástur en California Air Resources Board hafði mælt bílinn á hefðbundnum staðbundnum mælitækjum, en á þeim stendur bíllinn kyrr og þá virkjar svindlhugbúnaðurinn og kveikir á mengunarvörninni. Þegar bílnum er svo ekið á hefðbundinn hátt slekkur hann á henni og við það eykst afl bílsins. Volkswagen Jetta bíllinn kom enn verr út en Passat bíllinn, með 30 sinnum meiri útblástur, en BMW X5 bílinn mældist eins og í fyrri mælingum. Prófessorarnir og nemendurnir áttu alls ekki von á því að Volkswagen væri að svindla á útblásturtölunum og því vakti þessi niðurstaða þeirra mikla furðu þeirra. Því létu þeir yfirvöld vita af þessum mælingum þeirra og við það fór boltinn að rúlla. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent
Það voru tveir prófessorar og tveir nemendur í West Virgina háskólanum í Bandaríkjunum sem uppgötvuðu dísilvélasvindl Volkswagen í fyrra. Markmið þeirra var að kanna að sönnu þann útblástur sem stafaði af evrópskum dísilbílum sem seldir voru í landinu. Þeir voru útbúnir hátæknibúnaði sem gat mælt útblásturinn í hefðbundnum akstri. Völdu þeir 3 bílgerðir til prófana, Volkswagen Jetta, Volkswagen Passat og BMW X5. Óku þeir bílunum langar vegalengdir, engum þeirra minna en 1.500 mílur, eða 2.400 kílómetra og Volkswagen Passat bílnum óku þeir 3.200 km. Þegar akstrinum var lokið voru þeir forviða yfir útblæstri bílanna, ekki síst Passat bílsins sem átti að vera útbúinn fullkomasta búnaðinum til að hindra NOx útblástur. Hann mældist hinsvegar með 20 sinnum meiri útblástur en California Air Resources Board hafði mælt bílinn á hefðbundnum staðbundnum mælitækjum, en á þeim stendur bíllinn kyrr og þá virkjar svindlhugbúnaðurinn og kveikir á mengunarvörninni. Þegar bílnum er svo ekið á hefðbundinn hátt slekkur hann á henni og við það eykst afl bílsins. Volkswagen Jetta bíllinn kom enn verr út en Passat bíllinn, með 30 sinnum meiri útblástur, en BMW X5 bílinn mældist eins og í fyrri mælingum. Prófessorarnir og nemendurnir áttu alls ekki von á því að Volkswagen væri að svindla á útblásturtölunum og því vakti þessi niðurstaða þeirra mikla furðu þeirra. Því létu þeir yfirvöld vita af þessum mælingum þeirra og við það fór boltinn að rúlla.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Hlutabréfaverð Volkswagen hækkar á ný Hlutabréfaverð Volkswagen hefur hækkað um 6% það sem af er degi. 23. september 2015 14:48
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Winterkorn fær 4 milljarða í eftirlaun frá Volkswagen Gætu hækkað verulega ef í ljós kemur að hann hafi ekki vitað af dísilvélasvindlinu. 24. september 2015 10:20