Sá þriðji var í boði Gasol Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 06:00 Pau Gasol tekur við verðlaununum sem besti leikmaður mótsins. vísir/getty Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar
EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira