Jöklabreytingar ógna brú á hringveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2015 22:15 Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“ Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Bændur í Álftaveri óttast að brúna yfir Skálm á Mýrdalssandi geti tekið af. Áin hefur margfaldast eftir að kvíslar úr öðrum ám tóku að renna í hana. Áin Skálm við Álftaver hefur þar til í sumar þótt tiltölulega meinlítil bergvatnsá. En núna er hún gjörbreytt, búin að tvö- til þrefaldast að stærð og orðin leirbrúnt jökulfljót. Skálm hefur í vatnavöxtum síðustu daga náð uppundir brúarbitana.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Skýringanna er þó hvorki að leita til Skaftárhlaups né vatnavaxta síðustu daga heldur til breytinga við rætur Mýrdalsjökuls. Kvíslar undan jöklinum sem áður runnu í Múlakvísl og Leirá renna nú um farveg Skálmar. Bændum í Álftaveri lýst ekki á blikuna. „Hún brýtur óhemjulega mikið land, bæði hérna ofan vegar og eins er hún að hlaða undir sig hérna neðan vegar líka sem veldur því að það hækkar á þeim varnargörðum sem þó eru fyrir og verja byggðina,“ segir Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Breytingar við austurjaðar Mýrdalsjökuls valda því að kvíslar úr Múlakvísl og Leirá renna nú í Skálm.Grafík/Tótla. Mestar áhyggjur eru þó af sjálfri Skálmarbrú, sem er á hringveginum, en það er eina samgönguleiðin um héraðið. „Það óneitanlega veldur áhyggjum ef brúna tekur af,“ segir Jóhannes. Raunar má þegar sjá dæmi um skemmdir því við eystri brúarsporðinn hefur áin rofið úr fyllingu í vatnavöxtum síðustu daga. Áin Skálm hefur breyst úr meinlítilli bergvatnsá í stærðar jökulfljót.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Múlakvísl er raunar fræg fyrir það að ryðja af sér brúm, síðast fyrir fjórum árum. En er hægt að grípa til varna? „Varðandi Múlakvíslina er í sjálfu sér ekkert að gera. Við ráðum því ekkert hvaðan hún kemur undan jökli,“ svarar Jóhannes. Hann telur annað gilda um Leirá. Henni megi verjast, segir hann, og hvetur til aðgerða. „Maður verður að vona að það verði brugðist við því áður en illa fer. Það hlýtur jú að vera hægara að byggja varnargarða heldur en byggja nýja brú.“
Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28