Kominn er tími á mygluna Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. október 2015 07:00 Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað. Sú þrautaganga sem fólk hefur mátt þola til að fá veikindi sín viðurkennd er sláandi og sú staðreynd að fólk virðist engar bætur fá jafnvel þótt það missi bæði húsnæði og innbú vegna smits frá sveppunum. Fyrir nokkru lýsti einn þolandi slíkrar húsasóttar að þetta væri einna helst líkt því að lenda í bruna, en án þess að nokkur sýndi skilning þeim aðstæðum sem fólk væri lent í. Húseigendatryggingar ná ekki yfir slíkar raka- og mygluskemmdir. Í umfjöllun blaðsins í fyrradag var frá því greint að tveir fimmtu þeirra sem veikir hafi orðið vegna myglusveppa á vinnustað sínum hafi ekki átt afturkvæmt til starfa á sama vinnustað. „Við erum fjórar sem erum frá vinnu á BUGL þessa dagana vegna myglu,“ sagði Rósa Steinsdóttir listmeðferðarfræðingur, en myglusveppir hafa ítrekað valdið veikindum starfsfólks á Landspítalanum. Þá hefur komið fram að einstaka leigusalar hafi legið á því lúalagi að leigja ítrekað út „sýkt“ húsnæði, jafnvel þótt vitað sé að fyrri leigjendur hafi hrakist úr húsnæðinu vegna myglu. Tjón af völdum myglusveppa er langt því frá séríslenskt fyrirbrigði, en víða hefur tekist betur upp við að koma á einhvers konar öryggisneti handa fólki sem lendir í áföllum vegna þeirra. Í mars á þessu ári skilaði tillögum sínum starfshópur um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps. Þar hefur verið unnið ágætisstarf og lesningin fróðlegt yfirlit yfir gildandi reglur hér á landi. Tillögurnar ganga mikið til út á ráðleggingar um aukna fræðslu til að koma í veg fyrir myglu í húsum, meðan minna fer fyrir ráðleggingum um hvernig bæta megi stöðu þess fólks sem fyrir smitinu verður. Þó er lagt til að horft verði til Danmerkur sem fordæmis um hvernig hlutir megi betur fara. Þar er notuð byggingargallatrygging sem veitir neytendum vernd og felur í sér skoðun sérfræðinga tryggingafélags á húsnæði einu og fimm árum eftir byggingu þess. Tryggingin, sem húsbyggjandi kaupir, er líklega til þess fallin að auka byggingarkostnað, en það er líka dýrt að láta fólk veslast upp í sjúkdómum og fjárhagsáföllum vegna myglu. Þá er lagt til að tekin verði upp í húsaleigulög ákvæði um skyldu leigusala til að upplýsa leigutaka um raka og mygluvandamál í húsnæði. Þessar breytingar yrðu strax til bóta, þótt þær séu ekki nema skref í áttina að því að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á myglusveppum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. 2. október 2015 06:00 Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Undanfarna daga og vikur hefur Fréttablaðið staðið fyrir ítarlegri umfjöllun um þá meinsemd sem myglusveppur er í húsum. Sögurnar eru ótal margar af erfiðleikum vegna heilsubrests, hvort heldur er vegna slíkrar sýkingar á heimilum fólks eða vinnustað. Sú þrautaganga sem fólk hefur mátt þola til að fá veikindi sín viðurkennd er sláandi og sú staðreynd að fólk virðist engar bætur fá jafnvel þótt það missi bæði húsnæði og innbú vegna smits frá sveppunum. Fyrir nokkru lýsti einn þolandi slíkrar húsasóttar að þetta væri einna helst líkt því að lenda í bruna, en án þess að nokkur sýndi skilning þeim aðstæðum sem fólk væri lent í. Húseigendatryggingar ná ekki yfir slíkar raka- og mygluskemmdir. Í umfjöllun blaðsins í fyrradag var frá því greint að tveir fimmtu þeirra sem veikir hafi orðið vegna myglusveppa á vinnustað sínum hafi ekki átt afturkvæmt til starfa á sama vinnustað. „Við erum fjórar sem erum frá vinnu á BUGL þessa dagana vegna myglu,“ sagði Rósa Steinsdóttir listmeðferðarfræðingur, en myglusveppir hafa ítrekað valdið veikindum starfsfólks á Landspítalanum. Þá hefur komið fram að einstaka leigusalar hafi legið á því lúalagi að leigja ítrekað út „sýkt“ húsnæði, jafnvel þótt vitað sé að fyrri leigjendur hafi hrakist úr húsnæðinu vegna myglu. Tjón af völdum myglusveppa er langt því frá séríslenskt fyrirbrigði, en víða hefur tekist betur upp við að koma á einhvers konar öryggisneti handa fólki sem lendir í áföllum vegna þeirra. Í mars á þessu ári skilaði tillögum sínum starfshópur um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps. Þar hefur verið unnið ágætisstarf og lesningin fróðlegt yfirlit yfir gildandi reglur hér á landi. Tillögurnar ganga mikið til út á ráðleggingar um aukna fræðslu til að koma í veg fyrir myglu í húsum, meðan minna fer fyrir ráðleggingum um hvernig bæta megi stöðu þess fólks sem fyrir smitinu verður. Þó er lagt til að horft verði til Danmerkur sem fordæmis um hvernig hlutir megi betur fara. Þar er notuð byggingargallatrygging sem veitir neytendum vernd og felur í sér skoðun sérfræðinga tryggingafélags á húsnæði einu og fimm árum eftir byggingu þess. Tryggingin, sem húsbyggjandi kaupir, er líklega til þess fallin að auka byggingarkostnað, en það er líka dýrt að láta fólk veslast upp í sjúkdómum og fjárhagsáföllum vegna myglu. Þá er lagt til að tekin verði upp í húsaleigulög ákvæði um skyldu leigusala til að upplýsa leigutaka um raka og mygluvandamál í húsnæði. Þessar breytingar yrðu strax til bóta, þótt þær séu ekki nema skref í áttina að því að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir barðinu á myglusveppum.
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. 2. október 2015 06:00
Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun