Volkswagen svift Green Car of The Year Awards Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 10:45 VW Jetta við krýninguna árið 2009. Þeim hjá bílatímaritinu Green Car Journal var ekki beint skemmt með fréttunum af dísilvélasvindli Volkswagen og hefur tilkynnt að Volkswagen hafi verið svift þeim verðlaunum sem það hafði veitt þeim fyrir lítið mengandi og eyðslugranna bíla sína. Það voru Volkswagen Jetta TDI árið 2009 og Audi A3 TDI árið 2010 sem fengu þessi verðlaun, en nú hefur Volkswagen verið svift þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem Green Car Journal hefur svipt bílaframleiðanda áður veittum verðlaunum. Ritstjóri þess sagði að þessi svipting ætti samt ekki að varpa rýrð á aðra þá sem framleitt hafa eyðslugranna og lítt mengandi dísilbíla og verið verðlaunaðir fyrir þá, en það væri bara ekki stætt á því að láta Volkswagen halda þessum titlum í ljósi þess svindls sem bjó að baki. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent
Þeim hjá bílatímaritinu Green Car Journal var ekki beint skemmt með fréttunum af dísilvélasvindli Volkswagen og hefur tilkynnt að Volkswagen hafi verið svift þeim verðlaunum sem það hafði veitt þeim fyrir lítið mengandi og eyðslugranna bíla sína. Það voru Volkswagen Jetta TDI árið 2009 og Audi A3 TDI árið 2010 sem fengu þessi verðlaun, en nú hefur Volkswagen verið svift þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem Green Car Journal hefur svipt bílaframleiðanda áður veittum verðlaunum. Ritstjóri þess sagði að þessi svipting ætti samt ekki að varpa rýrð á aðra þá sem framleitt hafa eyðslugranna og lítt mengandi dísilbíla og verið verðlaunaðir fyrir þá, en það væri bara ekki stætt á því að láta Volkswagen halda þessum titlum í ljósi þess svindls sem bjó að baki.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent