Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 20:11 Brúin hefur verið lokuð. vísir/kmu Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki sínu fyrir þremur dögum er vatnsflaumurinn enn gífurlegur. Þegar rennslið var sem mest var það tæpir 3000 rúmmetrar á sekúndu en er nú um einn sjöundi af því. Á stöku kafla á þjóðvegi eitt er vatn beggja megin vegarins. Eins gott er að bílar fari ekki út af veginum því þar sem vatnið er dýpst er það rúmur tugur metra. Framburður er mikill og eru bændur uggandi yfir því hvað bíður þeirra þegar minnkar í ánni. „Ég hef náð að kíkja á hluta af þessu og þetta er gífurlegt landbrot og ofboðslegur framburður,“ segir Gísli Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. „Ég skoðaði svæði þar sem áður var hraun og núna er þar víða ekkert hraun lengur. Það er orðið slétt af sandi og leðju. Síðan mun þetta þorna og fjúka hérna yfir okkur með endalausum rykmekki. Það verður að sá í þetta um leið og hægt er.“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, var við Skaftá í dag. Síðastliðinn fimmtudag var hann staddur á bakkanum og flutti fréttir þaðan en nú var ómögulegt að vera staddur á sama stað þar sem bakkinn sem hann stóð á var horfinn. Brúin yfir Eldvatn á Ásum er enn lokuð og verður það þar til hægt verður að laga hana, ef það verður hægt að laga hana. Svipmyndir frá Skaftárbökkum má sjá í klippunni í fréttinni en þar lýsir Kristján Már meðal annars hvernig umhorfs var á svæðinu áður en hlaupið varð.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03 Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20 Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Möguleiki að brúin fari í hlaupinu Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig. 4. október 2015 10:03
Veðurstofa varar við vatnavöxtum Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi fram á nótt. 5. október 2015 17:20
Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. 5. október 2015 12:28