Emmsjé Gauti verður kynnir í Ísland Got Talent: Ætlar beint í ræktina til líta vel út á skjánum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2015 13:54 Auðunn Blöndal verður ekki kynnir í Ísland Got Talent. vísir Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, verður kynnir í þriðju þáttaröð Ísland got Talent sem fer í sýningar í vetur á Stöð 2. „Þetta byrjar á því að vinkona mín segir við mig að Jón Gnarr sé að fara hringja í mig með erindi útaf Ísland Got Talent, sem var mjög gott að fá að vita fyrirfram annars hefði ég alltaf haldið að um símahrekk væri að ræða,“ segir Gauti um þetta nýja hlutverk sem hann er að fara taka að sér. Miklar breytingar hafa verið gerðar á þættinum en búið að er skipta út allri dómnefndinni og nú er það orðið ljóst að nýr kynnir verður á sviðinu í vetur. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í þessu hlutverki en Gauti Þeyr kemur inn í hans stað. „Í fyrstu hljómar þessi hugmynd frekar brengluð, að ég sé kynnir í Ísland Got Talent en síðan þegar ég fór að hugsa þetta betur þá held ég að þetta sé bara mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég hef alveg tekið að mér nokkur svona kynnastörf en þetta er það langstærsta.“ Áður hafði verið greint frá því að Dr. Gunni, Ágústa Eva, Jakob Frímann og Marta María verði í dómnefndinni. Gauti segist vera búinn að hengja upp um tuttugu myndir af Auðunni Blöndal útum allt heima hjá sér. „Ég er dálítið mikið að stúdera Audda núna og hringi sennilega í hann og fæ einhver ráð frá honum. Ég sagði síðan við Jón [Gnarr] að ég þyrfti að fá einkaþjálfara af því að ég ætla vera alveg ógeðslega massaður í sjónvarpinu. Núna ætla ég að fara í Hot Yoga svona tvisvar á dag og lyfta mjög þungum lóðum alla daga og mæta síðan alveg kafmassaður. Ég ætla ekki einu sinni að passa á Ísland Got Talent plakatið, ég ætla vera svo stór.“ Hann segir að vissulega sé þetta alveg nýtt fyrir hann en þetta hljómi eins og rosalega skemmtilegt verkefni. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, verður kynnir í þriðju þáttaröð Ísland got Talent sem fer í sýningar í vetur á Stöð 2. „Þetta byrjar á því að vinkona mín segir við mig að Jón Gnarr sé að fara hringja í mig með erindi útaf Ísland Got Talent, sem var mjög gott að fá að vita fyrirfram annars hefði ég alltaf haldið að um símahrekk væri að ræða,“ segir Gauti um þetta nýja hlutverk sem hann er að fara taka að sér. Miklar breytingar hafa verið gerðar á þættinum en búið að er skipta út allri dómnefndinni og nú er það orðið ljóst að nýr kynnir verður á sviðinu í vetur. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í þessu hlutverki en Gauti Þeyr kemur inn í hans stað. „Í fyrstu hljómar þessi hugmynd frekar brengluð, að ég sé kynnir í Ísland Got Talent en síðan þegar ég fór að hugsa þetta betur þá held ég að þetta sé bara mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Ég hef alveg tekið að mér nokkur svona kynnastörf en þetta er það langstærsta.“ Áður hafði verið greint frá því að Dr. Gunni, Ágústa Eva, Jakob Frímann og Marta María verði í dómnefndinni. Gauti segist vera búinn að hengja upp um tuttugu myndir af Auðunni Blöndal útum allt heima hjá sér. „Ég er dálítið mikið að stúdera Audda núna og hringi sennilega í hann og fæ einhver ráð frá honum. Ég sagði síðan við Jón [Gnarr] að ég þyrfti að fá einkaþjálfara af því að ég ætla vera alveg ógeðslega massaður í sjónvarpinu. Núna ætla ég að fara í Hot Yoga svona tvisvar á dag og lyfta mjög þungum lóðum alla daga og mæta síðan alveg kafmassaður. Ég ætla ekki einu sinni að passa á Ísland Got Talent plakatið, ég ætla vera svo stór.“ Hann segir að vissulega sé þetta alveg nýtt fyrir hann en þetta hljómi eins og rosalega skemmtilegt verkefni.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi.“ 2. október 2015 13:03
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Ágústa Eva dómari í Ísland Got Talent Ágústa Eva Erlendsdóttir bætist í dómarahópinn í Ísland Got Talent. Hún segist vera hrifnæm en með glettilega mikið af pönki í sér, þannig að það sé aldrei að vita hvort hún noti gullhnappinn. 5. október 2015 07:00