Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Karl Lúðvíksson skrifar 2. október 2015 12:00 Rjúpnaveiðin hefst 23. október Það er stutt góðra daga á milli hjá þeim sem hafa ánægju af útivist og veiði en stangveiðitímabilið verður rétt að enda þegar rjúpnaveiðin hefst. Síðan er auðvitað verið að veiða gæs frá 20. ágúst og önd frá 1. september og það eru margir veiðimenn sem taka túra þar sem stangveiði og skotveiði er blandað saman. Það eru þó líklega mun fleiri sem ganga til rjúpna en veiða gæsir og það er þess vegna rétt að minna skotveiðimenn á að það styttist hratt í fyrsta dag þar sem má ganga til rjúpna. Mikið fjölmenni er að venju á þeim svæðum sem eru stutt frá Reykjavík og eins og á hverju ári er mesta fjölmennið að veiðum um helgarnar og þá sérstaklega þegar vel viðrar eins og gefur að skilja. Það er líka rétt að minna veiðimenn á að sækja um Veiðikortið á vef Umhverfisstofnunar en hann má finna hér. Veiðidagar eru tólf talsins árið 2015, fjögur þriggja daga tímabil.Föstudaginn 23. október til sunnudags 25. október. Þrír dagar. Föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember. Þrír dagar.Föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember. Þrír dagar. Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði
Það er stutt góðra daga á milli hjá þeim sem hafa ánægju af útivist og veiði en stangveiðitímabilið verður rétt að enda þegar rjúpnaveiðin hefst. Síðan er auðvitað verið að veiða gæs frá 20. ágúst og önd frá 1. september og það eru margir veiðimenn sem taka túra þar sem stangveiði og skotveiði er blandað saman. Það eru þó líklega mun fleiri sem ganga til rjúpna en veiða gæsir og það er þess vegna rétt að minna skotveiðimenn á að það styttist hratt í fyrsta dag þar sem má ganga til rjúpna. Mikið fjölmenni er að venju á þeim svæðum sem eru stutt frá Reykjavík og eins og á hverju ári er mesta fjölmennið að veiðum um helgarnar og þá sérstaklega þegar vel viðrar eins og gefur að skilja. Það er líka rétt að minna veiðimenn á að sækja um Veiðikortið á vef Umhverfisstofnunar en hann má finna hér. Veiðidagar eru tólf talsins árið 2015, fjögur þriggja daga tímabil.Föstudaginn 23. október til sunnudags 25. október. Þrír dagar. Föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember. Þrír dagar.Föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember. Þrír dagar. Föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember. Þrír dagar.
Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði