Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Hættustigi lýst yfir 1. október 2015 16:41 Á myndinni má sjá bíl fréttastofu Stöðvar 2 úti í Skaftá. Rennslisaukning við Sveinstind er sú örasta frá því að stöðinni var komið á fót árið 1971. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn. Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn.
Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira