Löglegur mengunarbúnaður hefði kostað Volkswagen 43.000 kr. á hvern bíl Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 13:19 Margir fingur benda nú á Volkswagen. Þýska fyrirtækið Bosch, sem útvegaði Volkswagen búnaðinn sem gerði þeim kleift að svindla á útblásturstölum hefur verið óþreytt að skýra út afstöðu sína og viðvaranir til handa Volkswagen, en árið 2007 varaði Bosch Volkswagen við því að nota þennan búnað nema við prófanir. Þeir tveir helstu menn sem sáu um þróun þeirrar dísilvélar Volkswagen sem svindlhugbúnaðurinn var síðan tengdur, Wolfgang Bernhard og Rudolt Krebs, sögðu yfirmönnum Volkswagen frá því að það þyrfti að bæta við svokölluðum AdBlue urea injection -búnaði svo að bílarnir stæðust allar kröfur um mengunarvarnir. Sá búnaður myndi kosta 300 evrur á hvern bíl, eða um 43.000 krónur. Þeir vildu hinsvegar ekki samþykkja þennan viðbótarkostnað og því varð svindlið að veruleika og sannarlega með vitneskju þeirra yfirmanna sem ákváðu að bæta ekki þessum AdBlue búnaði í bílana. Þegar svo Martin Winterkorn tók við sem forstjóri árið 2007 bað hann Ulrich Hackenberg og Wolfgang Hatz að halda áfram að þróa þessa dísilvél, en hún hélt í kjölfarið samt áfram að vera í þessum bílum með svindlhugbúnaðnum, sem nú verða innkallaðir. Því virðist samkvæmt því að Winterkorn hafi verið fullljóst um svindlhugbúnaðinn. Þetta mun væntanlega allt koma betur í ljós þegar rannsókn á starfsháttum Volkswagen verður lokið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent
Þýska fyrirtækið Bosch, sem útvegaði Volkswagen búnaðinn sem gerði þeim kleift að svindla á útblásturstölum hefur verið óþreytt að skýra út afstöðu sína og viðvaranir til handa Volkswagen, en árið 2007 varaði Bosch Volkswagen við því að nota þennan búnað nema við prófanir. Þeir tveir helstu menn sem sáu um þróun þeirrar dísilvélar Volkswagen sem svindlhugbúnaðurinn var síðan tengdur, Wolfgang Bernhard og Rudolt Krebs, sögðu yfirmönnum Volkswagen frá því að það þyrfti að bæta við svokölluðum AdBlue urea injection -búnaði svo að bílarnir stæðust allar kröfur um mengunarvarnir. Sá búnaður myndi kosta 300 evrur á hvern bíl, eða um 43.000 krónur. Þeir vildu hinsvegar ekki samþykkja þennan viðbótarkostnað og því varð svindlið að veruleika og sannarlega með vitneskju þeirra yfirmanna sem ákváðu að bæta ekki þessum AdBlue búnaði í bílana. Þegar svo Martin Winterkorn tók við sem forstjóri árið 2007 bað hann Ulrich Hackenberg og Wolfgang Hatz að halda áfram að þróa þessa dísilvél, en hún hélt í kjölfarið samt áfram að vera í þessum bílum með svindlhugbúnaðnum, sem nú verða innkallaðir. Því virðist samkvæmt því að Winterkorn hafi verið fullljóst um svindlhugbúnaðinn. Þetta mun væntanlega allt koma betur í ljós þegar rannsókn á starfsháttum Volkswagen verður lokið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent